Viðskipti erlent

Hera áberandi í kynningu á Apple TV+

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn Apple kynntu í dag að þann fyrsta nóvember muni streymisveitan Apple TV+ opna.
Forsvarsmenn Apple kynntu í dag að þann fyrsta nóvember muni streymisveitan Apple TV+ opna. Apple
Forsvarsmenn Apple kynntu í dag að þann fyrsta nóvember muni streymisveitan Apple TV+ opna. Áskrift að veitunni mun kosta fimm dali en þeir sem kaupa nýjan síma, nýja tölvu eða Apple TV fá ársáskrift af Apple TV+ í kaupbæti. Auk þess að kynna streymisveituna var leikjaveitan Apple Arcade kynnt til leiks.

Apple Arcade mun bjóða notendum Apple að spila rúmlega hundrað leiki í öllum tækjum fyrirtækisins fyrir fimm dali á mánuði.

Á kynningu Apple sem fór fram í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Bandaríkjunum og þegar Apple TV+ var kynnt var sýnd stikla fyrir þættina See, sem framleiddir eru af Apple. Þættirnir eru sérstaklega merkilegir fyrir þær sakir að Hera Hilmarsdóttir leikur í þeim ásamt Jason Momoa.



Í ágúst sýndi Apple stiklu þáttanna The Morning Show, sem framleiddur er af fyrirtækinu. Í þeim leika Jennifer Anniston, Steve Carell og Reese Witherspoon. Á kynningunni sagði Tim Cook að stiklan væri ein sú vinsælasta sem litið hefði dagsins ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×