Viðskipti erlent

Hera áberandi í kynningu á Apple TV+

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn Apple kynntu í dag að þann fyrsta nóvember muni streymisveitan Apple TV+ opna.
Forsvarsmenn Apple kynntu í dag að þann fyrsta nóvember muni streymisveitan Apple TV+ opna. Apple

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag að þann fyrsta nóvember muni streymisveitan Apple TV+ opna. Áskrift að veitunni mun kosta fimm dali en þeir sem kaupa nýjan síma, nýja tölvu eða Apple TV fá ársáskrift af Apple TV+ í kaupbæti. Auk þess að kynna streymisveituna var leikjaveitan Apple Arcade kynnt til leiks.

Apple Arcade mun bjóða notendum Apple að spila rúmlega hundrað leiki í öllum tækjum fyrirtækisins fyrir fimm dali á mánuði.

Á kynningu Apple sem fór fram í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Bandaríkjunum og þegar Apple TV+ var kynnt var sýnd stikla fyrir þættina See, sem framleiddir eru af Apple. Þættirnir eru sérstaklega merkilegir fyrir þær sakir að Hera Hilmarsdóttir leikur í þeim ásamt Jason Momoa.

Í ágúst sýndi Apple stiklu þáttanna The Morning Show, sem framleiddur er af fyrirtækinu. Í þeim leika Jennifer Anniston, Steve Carell og Reese Witherspoon. Á kynningunni sagði Tim Cook að stiklan væri ein sú vinsælasta sem litið hefði dagsins ljós.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.