Boeing greiðir bætur til aðstandenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 21:19 Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. AP/Mulugeta Ayene Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. Í bæði skiptin hrapaði Boeing 737 MAX flugvél en flugslysin urðu til þess að flugbann var sett á þessa tegund flugvéla sem enn er í gildi. Upphæðin er jafnvirði um 18 milljóna króna en alls hefur Boeing lagt til hliðar 100 milljónir dollara, um 12 milljarða króna, í sjóð sem greiða á skaðabætur til fjölskyldna þeirra sem létust. Helmingur upphæðarinnar sem settur var í sjóðinn mun fara í greiðslu skaðabóta, hinn helmingurinn er ætlaður verkefnum sem tengjast menntunar- og þróunarmálum. Fyrra slysið varð í Indónesíu þann 29. október á síðasta ári þegar flugvél Lion Air hrapaði í sjóinn skömmu eftir flugtak. 189 létust í slysinu. Síðara slysið varð í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Flugvél Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar, einnig skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa. 157 létust. Eftir seinna slysið var flugbann sett á Boeing 737 MAX flugvélar um allan heim. Banninu hefur enn ekki verið aflétt en Boeing vinnur nú að því að fá því aflétt. Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem hafa orðið fyrir barðinu á flugbanninu.Í frétt BBC segir að aðstandendur þeirra sem létust geti sótt um að fá bætur úr sjóðnum til áramóta. Boeing hefur einnig sagt að þiggi aðstandendur bætur úr sjóðnum fyrirgeri það ekki rétti þeirra til þess að fara í einkamál á hendur Boeing, sem margir hafa þegar gert. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. Í bæði skiptin hrapaði Boeing 737 MAX flugvél en flugslysin urðu til þess að flugbann var sett á þessa tegund flugvéla sem enn er í gildi. Upphæðin er jafnvirði um 18 milljóna króna en alls hefur Boeing lagt til hliðar 100 milljónir dollara, um 12 milljarða króna, í sjóð sem greiða á skaðabætur til fjölskyldna þeirra sem létust. Helmingur upphæðarinnar sem settur var í sjóðinn mun fara í greiðslu skaðabóta, hinn helmingurinn er ætlaður verkefnum sem tengjast menntunar- og þróunarmálum. Fyrra slysið varð í Indónesíu þann 29. október á síðasta ári þegar flugvél Lion Air hrapaði í sjóinn skömmu eftir flugtak. 189 létust í slysinu. Síðara slysið varð í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Flugvél Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar, einnig skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa. 157 létust. Eftir seinna slysið var flugbann sett á Boeing 737 MAX flugvélar um allan heim. Banninu hefur enn ekki verið aflétt en Boeing vinnur nú að því að fá því aflétt. Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem hafa orðið fyrir barðinu á flugbanninu.Í frétt BBC segir að aðstandendur þeirra sem létust geti sótt um að fá bætur úr sjóðnum til áramóta. Boeing hefur einnig sagt að þiggi aðstandendur bætur úr sjóðnum fyrirgeri það ekki rétti þeirra til þess að fara í einkamál á hendur Boeing, sem margir hafa þegar gert.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38