Fleiri fréttir

Evrópsk lyfjafyrirtæki brjóta ekki samkeppnislög

Engar vísbendingar eru um að samkeppnislög hafi verið brotin af evrópskum lyfjafyrirtækjum. Þetta kemur skýrt fram í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nýverið var gefin út í kjölfar húsleitar og rannsóknar á samkeppnisumhverfi evrópskra lyfjafyrirtækja fyrr á þessu ári.

Rauð byrjun í kauphöllinni

Kauphöllin opnaði í morgun með rauðum tölum. Viðskiptin voru aðeins fjögur í byrjun og upphæð þeirra tæpar 20 milljónir kr..

Fjöldi af breskum krám er á barmi gjaldþrots

Mikil fjöldi af breskum krám, eða pöbbum, rambar nú á barmi gjaldþrots eða eru þegar orðnar gjaldþrota vegna fjármálakreppunnar. Nú síðast varð kráarkeðjan Orchid lýst gjaldþrota en hún er sú fimmta stærsta á Bretlandseyjum.

Lækkanir áberandi hjá námu- og málmfyrirtækjum

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í morgun og voru lækkanir hjá námu- og málmvinnslufyrirtækjum áberandi. Til dæmis lækkuðu bréf japanska stálrisans JFE um tæp sex prósentustig, námufyrirtækið Billington lækkaði einnig og kolaframleiðandinn Macarthur lækkaði um heil 22 prósentustig.

Salan á hótel D’Angleterre fyrir rétt í Kaupmannahöfn

Í dag hefjast réttarhöld í Kaupmannahöfn vegna sölunnar á hótel D’Angleterre, og fleiri eignum, til Nordic Partners sem er í eigu Íslendinga. Það er fasteignasali sem stefnt hefur fyrri eigendum D’Angleterre, Remmen fjölskyldunni. Telur fasteignasalinn sig eiga inni söluþóknun hjá fjölskyldunni.

Beðið eftir stýrivaxtalækkun vestanhafs

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti.

Heimsmarkaðsverð á olíu skríður yfir 50 dollara tunnan

Heimsmarkaðsverð á olíu skreið yfir 50 dollara á tunnuna í dag. Þetta kom í framhaldi af yfirlýsingu frá Chakib Khelil forsta OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að Saudi-arabar hefðu þegar dregið úr framleiðslu sinni.

Skip Atlantic Petroleum fær vopnaða vernd á Aden-flóanum

Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd.

Spáir 17,8% verðbólgu í desember

Að mati greiningar Glitnis mun vísitala neysluverðs (VNV) hækka um 1,2% í desember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga aukast úr 17,2% í 17,8%.

Hitnar í kolunum hjá Carnegie, forstjórinn hættir

Anders Fällman forstjóri móðurfélags Carnegie bankans hefur látið af störfum. Þessa ákvörðun tók hann eftir að Bo Lundgren forstjóri Lánastofnunnar sænska ríkisins (Riksgälden) hraunaði yfir hann í sjónvarpsviðtali fyrir helgina. Milestone á hlut í Carnegie í gegnum félag sitt Moderna Finans.

Dönsk klámstöð sektuð fyrir að nota nafnið Tívolí

Dönsk klámstöð hefur komist að því sér til töluverðrar hrellingar og fjárútláta að nafnið Tívolí er verndað vörumerki í Danmörku. Stöðin var dæmd til að borga 6 miljónir kr. í skaðabætur og eina milljón í sekt sökum þessa fyrir Sjó- og Kauprétti Kaupmannahafnar.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun eftir að trú manna jókst á að bandarísk yfirvöld muni koma bílaframleiðendunum Chrysler og General Motors til aðstoðar en þau ramba á barmi gjaldþrots.

Enn einn þýskur banki tapar stórt á íslenska bankahruninu

Þýski bankinn HSH Nordbank bætist nú í hóp banka þar í landi sem tapa stórt á hruni íslensku bankanna. Samkvæmt þýska blaðinu Focus mun bankinn tapa um einum milljarði evra á árinu eða um 157 milljörðum kr. en fleiri en íslensku bankarnir eiga þar hlut að máli.

Enn óvíst um lán til bandarísku bílaframleiðandanna

Enn hafa bandarísk stjórnvöld ekki tekið neinar ákvarðanir um lán til handa stærstu bílaframleiðendunum þar í landi. Þeir eiga allir við mikla erfiðleika að etja vegna fjármálakreppunnar. Ekki er búist við því að niðurstaða náist í málið á morgun, enda er Bush Bandaríkjaforseti í heimsókn í Írak.

Kína, Japan og Suður-Kórea í samstarf gegn kreppunni

Japanar, Kínverjar og Suður-Kóreumenn hafa lagt til hliðar áratuga óvináttu og gert samkomulag um að berjast sameiginlega gegn kreppunni sem hrjáir efnahag þeirra. Öll löndin þrjú hafa búið við velsæld og vöxt undanfarin ár en nú stefnir í sama vanda og mörg önnur iðnríki eiga við að glíma. Fréttaskýrendur búast við að samstarf þeirra verði nánara en ríkja Evrópusambandið þar sem hver þjóð hugsar fyrst og fremst um sjálfa sig.

Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag vegna væntinga til þess að björgunaraðgerðir í þágu bandarískra bílaframleiðanda nái fram að ganga og bjartra vona í garð tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum. Dow Jones hækkaði um 0,75%, Standard & Poor hækkaði um 0,7% og Nasdaq hækkaði um 2,18%.

Landsbankinn í Luxemborg tekinn til gjaldþrotaskipta

Dómstóll í Luxemborg hefur fyrirskipað að Landsbankinn þar í landi verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Jafnframt hafa tveir skiptastjórar verið skipaðir til að fara með mál þrotabúsins.

Markaður með einkaþotur er hruninn

Hundruð einstaklinga og félaga vilja selja einkaþotur sínar en hvergi er hægt að finna kaupenda að þeim í augnablikinu. Markaðurinn með einkaþotur r algerlega hruninn.

Hlutir í JJB Sports hrynja eftir nýtt verðmat Citigroup

Hlutabréf í JJB Sports hafa hrunið um rúmlega 30% á markaðinum í London í dag eftir að Citigroup gafa út nýtt verðmat á félaginu. Citigroup telur hlutinn nú aðeins 1 pens virði. Exista er meðal eigenda JJB Sports.

Niðurskurður Rio Tinto kemur ekki við kaunin í Straumsvík

Hin umfangsmikli niðurskuður hjá Rio Tinto mun ekki hafa bein áhrif á starfsemi álversins í Straumsvík. Ólafur Teitur Guðnason fjölmiðlafulltrúi álversins segir að þeir muni þurfa að hagræða í rekstri sínum eins og kostur er eftir sem áður.

Stjórnvöld samþykkja sölu Kaupþings í Svíþjóð

Búið er að ráða Christer Villard sem forstjóra Kaupþings í Svíþjóð og hefur honum jafnframt verið falið að selja bankann. Samkvæmt frétt á Dagens Industri hafa íslensk stjórnvöld gefið grænt ljós á söluna.

Rauð jól á flestum hlutabréfamörkuðum

Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot.

Kaliforníubúar óttast nú íslensk örlög

Kaliforníubúar óttast nú að lenda í sömu örlögum og Íslands hvað efnahag ríkisins varðar. Kalifornía er tíunda stærsta hagkerfi heimsins en í febrúar mun ríkið verða uppiskroppa með fé að öllu óbreyttu og þar með sé ríkið komið í "efnahagslegan heimsenda" eða financial Armageddon" eins og það er orðað.

Kreppan knýr dyra hjá Rússum

Aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands segir að landið sé nú í kreppu og bætist landið þar með í hóp fjölda annarra sem svipað er ástatt fyrir.

Hlutabréf í Asíu snarlækka

Hlutabréf snarlækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun eftir að fregnir bárust af því að ekkert yrði af aðstoð við bandarísku bílaframleiðendurna.

Bílalán í óláni

Bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler sitja í súpunni eftir að frumvarp um 14 milljarða dollara neyðarfjárveitingu þeim til handa náði ekki tilskildum atkvæðafjölda í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi.

Asger Jensby skuldar FIH bankanum 7 milljarða króna

Asger Jensby skuldar FIH bankanum, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, 350 milljónir danskra kr. eða um 7 milljarða kr.. Jensby er ein höfuðpersónan í IT Factory málinu í Danmörku sem er mesta fjármálahneyksli sem þar hefur komið upp árum saman.

Sveitarfélögin fá einn milljarð kr. aukalega úr ríkissjóði

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir.

Sögufrægur demantur sleginn fyrir metfé hjá Christie´s

Hinn sögufrægi Wittelsbach demantur var sleginn fyrir 16,3 milljónir punda á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni eða hátt í 3 milljarða kr.. Um er að ræða hæsta verð sem nokkurn tímann hefur fengist fyrir demant á uppboði. Fyrirfram var talið að um 9 milljónir punda fengjust fyrir gripinn.

Klámdrottning verður forstjóri í eigin fyrirtæki

Danska klámmyndastjarnan fyrrverandi, Katja Kean, er orðin forstjóri í eigin fyrirtæki og gengur rekstur þess með afbrigðum vel. Í dag ber Katja nafnið Sussi La Cour sem er raunar upprunalegt nafn hennar.

Abramovich tapar gríðarlega á gullnámu sinni

Auðjöfurinn Roman Abramovich er í tómu tjóni með fjárfestingu sína í gullnámufyrirtækinu Highland Gold. Frá því að hann keypti 4% hlut í fyrirtækinu fyrir ári síðan hefur hann tapað um 35 milljörðum kr..

JJB Sports nær skammtíma samningi við lánadrottna

Verslunarkeðjan JJB Sports hefur náð skammtíma samningi við lánadrottna sína að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Exista á rúmlega 14% hlut í JJB Sports sem rekur 400 verslanir með íþróttaföt og vörur í Bretlandi.

Woolworths tilkynnir lokaútsölu, uppsagnir starfsfólks framundan

Verslunarkeðjan Woolworths hefur tilkynnt að lokaútsala keðjunnar hefjist í dag þar sem ekkert hefur gengið við að fá nýja eigendur að keðjunni. Jafnframt liggur fyrir að uppsagnir á tæplega 30.000 starfsmönnum keðjunnar eru framundan.

Sala Kaupþings rædd á þingi Luxemborgar

Salan á Kaupþingi í Luxemborg kom til umræðu á þingi landsins í gærdag. Þar svaraði Luc Frieden fjármálaráðherra landsins fyrirspurnum um málið. Frieden staðfesti það sem þegar er komið fram að fjárfestingasjóður í eigu Líbýu hefði átti í samningaviðræðunum um kaupin á síðustu dögum.

Bréf í Asíu hækka eftir samþykki fulltrúadeildar

Hækkun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti lán til bílarisanna og seðlabanki Suður-Kóreu lækkaði stýrivexti sína. Mest munaði um hækkun bréfa bílaframleiðandans Honda en hún nam rúmum átta prósentustigum.

Bílarisar bíða lengur eftir láni

Ríkisstjórn George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur ekki nægan stuðning öldungadeildarþingmanna vestanhafs til að búa til embætti aðgerða- eða skiptastjóra, sem muni knýja bílarisana General Motors og Chrysler í þrot nái stjórnendur fyrirtækjanna ekki að leggja fram nýja rekstraráætlun í mars á næsta ári.

Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill hjálpa

Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg er reiðubúið að veita íslenskum yfirvöldum upplýsingar um Kaupþing þar ef það er í samræmi við lög og reglur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Bílaframleiðendur vongóðir um fjárstuðning

Bandarískir þingmenn ákveða í dag hvort hið opinbera veiti bandarísku bílarisunum General Motors og Chrysler fimmtán milljarða dala til að komast yfir erfiðasta hjallann og forða þeim frá gjaldþroti.

Pundið aldrei lægra gagnvart evru

Íslenska krónan er ekkert eyland því gengi breska pundsins hefur lækkað talsvert upp á síðkastið. Er nú svo komið að það hefur aldrei verið lægra gagnvart evru og öðrum gjaldmiðlum.

Tesco finnur fyrir samkeppninni frá Iceland

Þekktasta stórmarkaðakeðja Bretlands, Tesco, finnur nú verulega fyrir samkeppninni við lágvörukeðjur á borð við Iceland og Aldi í Bretlandi. Söluaukningin hjá Iceland á síðustu þremur mánuðum nemur 11% en keðjan er að stórum hluta í eigu Baugs.

Sjá næstu 50 fréttir