Viðskipti erlent

Kreppan knýr dyra hjá Rússum

Aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands segir að landið sé nú í kreppu og bætist landið þar með í hóp fjölda annarra sem svipað er ástatt fyrir.

"Kreppan er staðreynd í Rússlandi. Það verður efnahagsleg lægð í landinu á næstu tveimur ársfjórðungum," segir Andrej Klepatj aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands í samtali við Interfax og Novosti.

Talið er að landsframleiðslan í Rússlandi muni verða mun minni en sá 6,8% vöxtur sem stjórnvöld gerðu ráð fyrir í ár.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×