Viðskipti erlent

Sala Kaupþings rædd á þingi Luxemborgar

Salan á Kaupþingi í Luxemborg kom til umræðu á þingi landsins í gærdag. Þar svaraði Luc Frieden fjármálaráðherra landsins fyrirspurnum um málið. Frieden staðfesti það sem þegar er komið fram að fjárfestingasjóður í eigu Líbýu hefði átti í samningaviðræðunum um kaupin á síðustu dögum.

Frieden sagði jafnframt að viðræður hefðu átt sér stað við fleiri áhugasama kaupendur en skilja mátti á máli hans að fyrrgreindur fjárfestingasjóður væri nú líklegasti kaupandinn. Þetta kemur fram í frétt um málið á Reuters.

Þá kom fram í máli Frieden að ljúka þyrfti sölunni á Kaupþingi í Luxemborg fyrir áramótin, að öðrum kosti yrði bankinn settur í gjaldþrot.

Samningaviðræður við fjárfestingasjóðinn hafa hinsvegar tafist vegna tæknilegra vandamála eins og fram hefur komið á visir.is.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×