Viðskipti erlent

Kaupþing sektað í Svíþjóð

Jónas Sigurgeirsson. Kaupþing í Svíþjóð hefur verið sektað vegna mistaka starfsmanns. Leiðindamál, segir framkvæmdastjóri samskiptasviðs bankans.
Jónas Sigurgeirsson. Kaupþing í Svíþjóð hefur verið sektað vegna mistaka starfsmanns. Leiðindamál, segir framkvæmdastjóri samskiptasviðs bankans. MYND/Hari

Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, tæpar 1,9 milljónir íslenskra, vegna brota eins miðlara á tilkynningaskyldu vegna viðskipta með hlutabréf í janúar og febrúar á þessu ári. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í sænsku félagi sem skráð er á First -North hlutabréfamarkaðinn.

Í tilkynningu frá OMX segir að rannsókn á málinu hafi leitt í ljós að gögn um viðskiptin hafi skort auk þess sem misræmis hafi gætt í gengisskráningu þeirra. Hins vegar er tekið fram að erfitt sé að glöggva sig á málinu þar sem viðskiptin hafi ekki verið færð nógu vel til bókar. Aganefndin telur þó ekki sýnt að brotin hafi verið vísvitandi.

Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings, segir þetta leiðindamistök sem enginn hafi hagnast á. Starfsmaðurinn, sem hefur verið lengi hjá bankanum, hafi fengið ávítur frá hendi sænska fjármálaeftirlitsins en ekki misst réttindi sín. Þá verður hann fluttur til í starfi, að sögn Jónasar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×