Fleiri fréttir

Vilja hætta við hækkun stýrivaxta

Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að hagvöxtur muni minnka á heimsvísu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hefur valdið usla á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Gangi það eftir mun fjármögnun verða erfiðari en áður. Bloomberg segir að evrópski seðlabankinn verði að falla frá hækkun stýrivaxta í næsta mánuði.

Hækkanir og lækkanir í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa tekið ágætlega við sér í kjölfar minni lækkana á Wall Street í gær en dagana á undan. Taugatitrings gætir hins vegar hjá asískum fjárfestum en Nikkei-vísitalan lækkaði um rúm 5,4 prósent við lokun markaða í Japan í morgun. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í sjö ár.

Kauphöllin í Dubai býður í OMX

Borse Dubai, sem rekur Kauphöllina í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur lagt fram tilboð í OMX-kauphöllina sem Kauphöll Íslands tilheyrir ásamt öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltsríkjunum.

Vonast eftir betra gengi evrópskra markaða

Vonir standa til að evrópskir markaðir rétti úr kútnum í dag, eftir að hlutabréf á Wall Street í New York í Bandaríkjunum hækkuðu í gær. Markaðir í Evrópu hækkuðu lítillega í morgun. Dow Jones vísitalan hækkaði um 300 stig síðasta klukkutímann fyrir lokun kauphallarinnar í kjölfar orðróms um að seðlabankinn myndi lækka stýrivexti.

Wall Street réttir úr kútnum

Eftir miklar lækkanir síðustu daga virðist bandaríski fjármálamarkaðurinn vera að rétta úr kútnum. Lækkanir urður á Dow og Nasdaq vísitölunum í dag en engan veginn eins miklar og undanfarið. Dow lækkaði um 0.12 prósent og Nasdaq um 0.32 prósent. S&P 500 vísitalan hækkaði hins vegar í dag um 0.32 prósent.

Taugatitringur á mörkuðum

Taugatitrings hefur gætt á mörkuðum um allan heim í dag. Krónan veiktist um tæp 3% í dag og hefur veikst um 12% á einum mánuði. Úrvalsvísitalan íslenska lækkaði um tæp 4% í dag og hefur ekki verið jafn lág í fjóra mánuði.

Enn þrengir að bandarískum fasteignamarkaði

Samdrátturinn á bandarískum fasteignamarkaði hefur skilað sér í því að nýbyggingum hefur snarfækkað vestra og hafa þær ekki verið með minna móti í áratug. Útgáfa nýrra byggingarleyfa hefur ekki verið með minna móti í ellefu ár. Fjöldi byggingarleyfa þykir ágæt vísbending um komandi tíð, sem er ekki björt, að mati greinenda.

Vísitölur niður í Bandaríkjunum

Hlutabréfavísitölur lækkuðu í fyrstu viðskiptum dagsins á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Markaðirnir opnuðu fyrir nokkrum mínútum og virðist sem hrakspár fjárfesta um áframhaldandi niðursveiflu haldi áfram.

Fjárfestar reikna með frekari lækkun vestanhafs

Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts.

Hráolíuverð lækkar á markaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkkaði um allt að rúman einn og hálfan bandaríkjadal samhliða falli á helstu fjármálamörkuðum. Inn í lækkunina spilar betri veðurspá við Mexíkóflóa en reiknað er með að hitabeltisstormar sem ógnuðu olíuvinnslustöðvum við flóann muni verða lengra frá landi en búist var við.

Matsfyrirtækin brugðust seint við

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að skoða hvers vegna lánshæfismatsfyrirtæki brugðust seint við samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði, að sögn vefútgáfu breska blaðsins Times. Blaðið hefur eftir ráðamönnum í Brussel að matsfyrirtækin hefðu átt að bregðast fyrr við og vara við kaupum á bandarískum fasteignalánasöfnum í ljósi samdráttarins sem hefur falli á hlutabréfamörkuðum víða um heim.

A380 flýgur með farþega í októberlok

Fyrsta A380 risaþotan frá Airbus fer í loftið með almenna farþega 25. október næstkomandi, að sögn forsvarsmanna asíska flugfélagsins Singapore Airlines, en það er fyrsta flugfélagið til að fá þessar nýjustu risaþotur afhentar. Flogið verður til Sidney í Ástralíu. Fyrstu miðarnir í flugið verða boðnir upp á uppboðsvefnum ebay.

Segja CIA breyta færslum í Wikipedia

Framleiðendur hugbúnaðar sem á að geta komið upp um hverjir það eru sem breyta síðum á Wikipediu alfræðiorðabókinni, segja að starfsmenn CIA hafi breytt síðu sem fjallar um Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans.

Enn frekari lækkanir á bandarískum mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu enn og aftur í dag. Dow lækkaði um 1.29% og Standard & Poor´s 500 vísitalan lækkaði um 1.39% og hefur ekki verið lægri á þessu ári. Þá lækkuðu bréf á Nasdaq um 1.61% og hefur ekki verið lægri í fjóra mánuði.

Hotmail stækkar geymsluplássið í 5GB

Tölvupóstþjónusta Microsoft, Hotmail hefur stækkað geymslupláss sitt í 5GB, sem færir þá nokkrum gígabætum framúr keppinautnum Gmail frá Google. Yahoo Mail er þó enn fremst í flokki með ótakmarkað geymslupláss.

Hráolíuverð hækkar í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni.

Hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir skell í gær. Helstu vísitölurnar þrjár hafa hækkað um tæp 0,7 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,58 prósent í Kauphöll Íslands í dag og stendur í 7.844 stigum. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur lækkað mest, eða um 4,49 prósent.

Nokia býðst til að skipta út göllum rafhlöðum

Farsímaframleiðandinn Nokia býðst til að skipta út um 46 milljón farsímarafhlöðum en þessi ákveðna tegund rafhlaðna hefur átt það til að ofhitna í hleðslu. Um er að ræða rafhlöðu sem merkt er BL-5C og var framleidd af Matsuhita á tímabilinu frá desember 2005 til nóvember 2006.

Vísitölur lækka í Asíu og Evrópu

Nokkur lækkun var á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Þetta er í takti við lækkun á bandaríska markaðnum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar í Japan lækkaði um 2,2 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun en vísitalan í Taívan fór niður um 3,6 prósent. Hin breska FTSE-100 vísitalan hefur lækkað um eitt prósent það sem af er dags.

Babb í bátinn hjá B&O

Forsvarsmenn hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen (B&O) reikna með að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu 540-570 milljónir danskra króna á næsta reikningsári. Það er töluvert undir meðaltalsspá markaðsaðila sem hljóðaði upp á 602 milljónir danskra króna.

Pliva dró úr Barr

Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á mikinn kostnað vegna kaupa á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva í október í fyrra.

Hugsar ekki vel um blómin

James Barnes, forstjóri skosku garðvörukeðjunnar Dobbies, sakar skoska auðkýfinginn sir Tom Hunter um að bera eigin hag fyrir brjósti fremur en hluthafa.

Matvöruverð skaut verðbólgu upp

Verðbólga mældist 5,6 prósent í Kína í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í rúman áratug, samkvæmt nýbirtum gögnum hagstofu Kína.

Þreföldun á pari við væntingar

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group skilaði 774 milljóna Bandaríkjadala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir tæplega 51 milljarði íslenskra króna, sem er þreföldun frá sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við væntingar greinenda.

Branson stækkar flotann

Breski auðkýfingurinn sir Richard Branson stóð í ströngu í síðustu viku við að stækka markaðshlutdeild sína í háloftunum. Fyrsta þota bandaríska lággjaldaflugfélagsins Virgin America, sem Branson á stóran hlut í, fór í loftið fyrir viku auk þess sem hann festi kaup á fimmtungshlut í asíska lággjaldaflugfélaginu Air Asia X.

Smásöluverslun jókst vestanhafs

Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí. Sé sala á bílum og eldsneyti undanskilin úr tölunum nemur hækkunin 0,4 prósentum, samkvæmt nýútkomnum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins.

Miklar lækkanir á vísitölum í Bandaríkjunum

Miklar lækkanir urðu á bandarískum verðbréfamörkuðum í dag. Við lokun markaðar hafði Dow-Jones vísitalan fallið um 1,57 prósent frá því í morgun. Í gær lækkaði vísitalan um 0,02 prósent.

Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic

Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins.

Rauður dagur á bandarískum markaði

Dagurinn hefur verið rauður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en helstu vísitölurnar þrjár hafa allar lækkað um rúmt prósent það sem af er dags. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,24 prósent en hún fór nú um þrjúleytið undir 8.000 stig.

Nokia innkallar milljónir rafhlaða

Farsímaframleiðandinn Nokia hefur boðist til að endurnýja rafhlöður í 46 milljón farsímum í kjölfar frétta þess efnis að rafhlöðurnar ofhitni. Fyrirtækið segir að um 100 atvik hafi verið tilkynnt en gölluðu rafhlöðurnar, sem heita BL-5C, hafa verið notaðar í yfir 50 mismunandi farsímum frá fyrirtækinu. Engar fregnir hafa borist af því að hinar gölluðu rafhlöður hafi valdið meiðslum á fólki eða annarskonar tjóni.

Hækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í sveiflukenndum viðskiptum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengi hlutabréfa í Evrópu hefur sveiflast nokkuð það sem af er dags á meðan Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,85 prósent.

Hlutabréf lækka í Evrópu en hækka í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Flestar vísitölur hækkuðu í gær eftir skell á föstudag að bandaríska hlutabréfamarkaðnum undanskildum.

Vísitölur lækkuðu í Bandaríkjunum

Vísitölur lækkuðu lítillega á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir hækkun við upphaf viðskipta. Vísitölur í Evrópu hækkuðu sömuleiðis, þar á meðal Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands, sem hækkaði um 1,32 prósent og endaði í 8.099 stigum.

Hagnaður Blackstone þrefaldast

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group skilaði hagnaði upp á 774 milljónir bandaríkjadala, rétt tæplega 51 milljarð íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er þrefalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Fasteignafjárfestingarnar skiluðu langmestum hagnaði.

Kauphallarfulltrúar ræða málin

Fulltrúar norrænu kauphallarsamstæðunnar OMX og kauphallarinnar í Dubai ætla að funda í dag og ræða um hugsanlegt tilboð hinna síðastnefndu í meirihluta bréfa í OMX. Fréttastofa Associated Press segir geta stefnt í yfirtökubaráttu á milli kauphallarinnar í Dubai og bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq um OMX.

Tónlist í sólgleraugunum

Nú er aldeilis hægt að hlusta á tónlist í sólinni. Þar sem tölvur og tæknibúnaður verður sífellt fyrirferðarminni var aðeins tímaspursmál þangað til einhverjum dytti í hug að framleiða sólgleraugu með innbyggðum mp3-spilara.

40 Gb á sekúndu

Intel hefur tekist að Þróa aðferð sem gerir gagnaflutninga allt að fjórum sinn um hraðari en nú. Þeim hefur tekist að búa til nýjan sílikon-leisimótara sem gerir þar til gerðum búnaði kleyft að senda 40 Gb á sekúndu eftir ljósleiðara.

Kínverjar segjast ekki munu ráðast á dollarann

Kínverjar reyndu í dag að slá á orðróm um að þeir hyggist selja gífurlega af dollurum úr gjaldeyrisvarasjóði sínum. Gjaldeyrisvarasjóður Kína er sá stærsti í heimi, ein komma þrjár trilljónir dollara. Langstærstur hluti hans er í bandaríkjadollurum. Kínverjar gætu því haft stórfelld áhrif á gengi dollarans og raunar á peningamarkaði um allan heim.

Stækkun gegn gjaldi

Aðeins fáeinum klukkutímum eftir að Microsoft kynnti Skydrive net-geymsluna sína, tilkynnti Google að hægt væri að kaupa stækkun á geymsluplássi fyrir Gmail og Picasa.

Áfram lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Lækkun hélt áfram þegar opnað var fyrir viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um rúm 0,7 prósent, Standard & Poor um 0,8 prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmt prósent. Lækkun hefur verið víða á hlutabréfamarkaði víða um heim. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa brugðist við með því að opna sjóði sína og veita fjármálafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort.

Enn þrengir að bandarískum lánafyrirtækjum

Gengi bréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Countrywide Financial Corporation féll um 17,5 prósent í Bandaríkjunum í dag. Markaðir vestanhafs opna senn og bíða fjárfestar eftir því hvort lækkun á hlutabréfamarkaði þar í landi haldi áfram. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um rúm 30 prósent síðan á vordögum.

Ókyrrð á fjármálamörkuðum

Mikil ókyrrð ríkir á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu og féll verð á hlutabréfum um allt að fjögur prósent í morgun. Í Japan féll Nikkei vísitalan um 2,5 prósent og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um tvö til fjögur prósent.

Sjá næstu 50 fréttir