Viðskipti erlent

Digital Bretland

Hinn venjulegi Breti eyðir nú vikulega 50 klukkustundum í símanum, á internetinu, í sjónvarpsgláp og útvarpshlustun.
Hinn venjulegi Breti eyðir nú vikulega 50 klukkustundum í símanum, á internetinu, í sjónvarpsgláp og útvarpshlustun.

Ný bresk rannsókn sýnir að internetið, farsímar og MP3-spilarar hafa gjörbylt því hvernig Bretar eyða frítíma sínum. Eldri afþreyingarmöguleikar, eins og sjónvarp, útvarp og jafnvel DVD-diskar víkja hratt fyrir nýrri tækniafþreyingu. Í rannsókninni kom fram að konur eru virkari internetnotendur en karlar, og að eldri internetnotendur eyði meiri tíma „online" en nokkur annar þjóðfélagshópur.

Hinn venjulegi Breti eyðir nú vikulega 50 klukkustundum í símanum, á internetinu, í sjónvarpsgláp og útvarpshlustun. Dagleg farsímanotkun hefur aukist um 158% síðar 2002 og eyðir ungt fólk nú jafn miklum tíma í farsímum sínum og þeir gerðu áður í tölvuleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×