Viðskipti erlent

Spáð áframhaldandi ólgu

MYND/Getty

Sérfræðingar spá því að ólga á fjármálamörkuðum heimsins haldi áfram í nokkurn tíma. Þrýstingur á seðlabanka Bandaríkjanna um að lækka stýrivexti eykst nú með hverjum deginum.

Nokkur ró komst á markaðina í Bandaríkjunum og í Evrópu á föstudag eftir að bandaríski seðlabankinn ákvað að lækka vexti á lánum sem bankinn veitir öðrum bönkum. Samkvæmt fréttastofu BBC eru þó flestir sérfræðingar á því að það hafi verið skammgóður vermir og að enn hafi ekki verið nógu mikið gert af hálfu bankans til að stemma stigu við ólgunni.

Margir eru því farnir að spá því að bankinn lækki stýrivexti sína fyrr en áætlað er, en þeir eru 5.25 prósent í dag. Næsti vaxtaákvörðunardagur seðlabankans er hins vegar ekki á dagskrá fyrr en 18 september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×