Viðskipti erlent

Ekki búið enn

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafði lækkað lítillega þegar markaðir lokuðu í kvöld, eftir sveiflukenndan dag. Lækkunin kemur í kjölfar ummæla yfirmanns stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna.

Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina að vandræðum bandaríska fasteignamarkaðarins væri langt því frá lokið. ,,Ég hef séð þessa bíómynd áður og hún endar alltaf eins - með kreppu" sagði Mozillo.

Markaðir í Evrópu og Asíu stóðu sig betur í dag, en flestir hækkuðu þeir líttillega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×