Fleiri fréttir

Fyrir­spurnum rignir vegna krafna nýs inn­heimtu­fyrir­tækis

Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi.

Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki

Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana.

Borgar­full­trúi stýrir Icelandic Startups

Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Hún tekur við starfinu af Salóme Guðmundsdóttur sem lætur af störfum í júní.

Bein útsending: Léttum lífið

Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu.

Fiskisund og Birta í hópi stærstu hluta­hafa Play

Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, og lífeyrissjóðurinn Birta verða í hópi þriggja stærstu hluthafa Play í kjölfar nýafstaðins hlutafjárútboðs hins verðandi flugfélags.

Fella niður vexti smálána í vanskilum

BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020.

Bein út­sending: Ný­sköpun í rót­grónum rekstri

Þekkingardagurinn 2021 fer fram þann 13 apríl en dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 2000. Deginum verður streymt beint á Vísi en útsending hefst klukkan 14:15 og líkur 16:00. Þema Þekkingardagsins 2021 er Nýsköpun í rótgrónum rekstri.

Grænt ljós á samruna Kjarnafæðis og Norðlenska

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á samruna Kjarnafæðis á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri. Þetta staðfestir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, í samtali við fréttastofu. 

Sviðum fækkað og nýir starfs­menn ráðnir

Nýtt svið iðnaðar og hugverka hefur verið sett á laggirnar hjá Samtökum iðnaðarins en með skipulagsbreytingunum hefur sviðum verið fækkað úr þremur í tvö.Nýtt svið iðnaðar og hugverka hefur verið sett á laggirnar hjá Samtökum iðnaðarins en með skipulagsbreytingunum hefur sviðum verið fækkað úr þremur í tvö.

Birgir Jónsson nýr forstjóri Play

Birgir Jónsson hefur verið kynntur til sögunnar sem forstjóri flugfélagsins Play. Hann staðfestir ráðninguna við fréttastofu. Túristi og Fréttablaðið greindu fyrst frá.

John Cleese rifjar upp auglýsingu Kaupþings

Enski gamanleikarinn John Cleese tók upp á því um helgina að rifja upp eina af nokkrum auglýsingum Kaupþings frá góðæristímanum í aðdraganda bankahrunsins.

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsi Ölgerðarinnar

Forsvarsmenn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. tóku í morgun fyrstu skóflustunguna að nýju 1.700 fermetra húsnæði fyrirtækisins. Fjárfesting í húsnæðinu er vel á annan milljarð króna og vill Ölgerðin sýna skýran vilja til að halda framleiðslu sinni áfram hér á landi um ókomna framtíð, samkvæmt tilkynningu.

Sylvía Kristín nýr stjórnarformaður Íslandssjóða

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmadstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur tekið við stjórnarformennsku í Íslandssjóðum, elsta sjóðstýringarfyrirtæki Íslands. Félagið er í eigu Íslandsbanka. Hún tekur við stöðunni af Tönyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech.

Fyrrverandi pítsusendill verður forstjóri

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn sem forstjóri Domino's Pizza á Íslandi. Tekur hann við af Birgi Erni Birgissyni, sem hefur verið forstjóri frá árinu 2011. Magnús hefur sinnt flestum störfum innan Domino's í gegnum árin en hann hóf fyrst störf þar árið 1999 sem pítsusendill.

Nær fjöru­tíu starfs­mönnum sagt upp á Hrafnistu

Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá.

Hóf­legri til­boð í ár fyrir Ís­lendinga á far­alds­fæti

Annað árið í röð vona rekstraraðilar hótela að innlendir gestir komi til með að bjarga ferðamannasumrinu. Vísir tók stöðuna á þremur af stærstu hótelkeðjunum en forsvarsmenn þeirra sammælast um að þó bjartara sé yfir ríki áfram mikil óvissa um komu erlendra ferðamanna. 

Kaupa Útilíf af Högum

Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson hafa í sameiningu keypt Útilíf af Högum. Eftir kaupin er Íslensk fjárfesting 60 prósent hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40 prósent hlut í félaginu.

Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi

Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019.

Mat­vöru­verð lækkað síðustu mánuði

Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%.

Velja seðla­banka­stjóra Hag­fræðing ársins

Ásgeir Jónsson hefur verið valinn hagfræðingur ársins 2021 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000, og verða að þessu sinni afhent á Þekkingardaginn 2021 sem verður streymt beint á Vísi þann 13. apríl.

Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í ís­lenskum banka

Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess.

300 milljóna gjaldþrot Orange Project

Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrti­vöru­línu

Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir.

Margrét tekur við for­mennsku af Grétu Maríu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi.

Tekur við og heldur Fjällräven í Geysis­fjöl­skyldunni

Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis.

Lög­banns­kröfu NO­VIS gegn Seðla­bankanum hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði.

Baulan til leigu

Skeljungur hf. hefur auglýst Bauluna í Borgarfirði til leigu eftir að síðustu rekstraraðilar hættu þar veitingarekstri fyrr á árinu. Það er lítið um ferðamenn á svæðinu eins og er en talsmaður Skeljungs segir að félagið stefni á að koma húsnæðinu í leigu fyrir sumarið.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.