Grænt ljós á samruna Kjarnafæðis og Norðlenska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2021 11:39 Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri. kjarnafæði/ja.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á samruna Kjarnafæðis á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri. Þetta staðfestir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, í samtali við fréttastofu. Ágúst Torfi segir að samruninn sé samþykktur með skilyrðum. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Ágústi Torfi í samtali við Vísi. Norðlensku miðlarnir Kaffið.is og Akureyri.net greindu fyrst frá. Ágúst Torfi segir að skrifað hafi verið undir samninga og því ljóst að bæði fyrirtækin séu sátt við þau skilyrði sem gerð séu. Meiri hagsmunir felist í sameiningunni og vegi meira en þær takmarkanir sem skilyrðin setji. „Þetta eru kerfislega mikilvæg fyrirtæki, stórir atvinnuveitendur á sínu starfssvæði og eru mikilvæg í keðju landbúnaðarframleiðsu - að koma framleiðslu bænda í það form að það henti í sölu til neytenda,“ segir Ágúst Torfi. „Það er afsakplega ánægjulegt að þetta hafi tekist,“ bætir hann við og vonar að sameinað fyrirtæki nái að dafna til langrar framtíðar. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um fimm hundruð bænda á Íslandi. Fyrirtækin hófu viðræður um samruna haustið 2018 og náðu saman um lykilmál síðastliðið sumar. Nokkur skilyrði sett Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu vegna samrunans. Þar segir að eftirlitið hafi í dag heimilað samruna kjötafurðastöðvanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða með skilyrðum. „Samrunaaðilar brugðust við mati eftirlitsins á skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni með því að setja fram tillögur að skilyrðum sem væru til þess fallnar að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni, en gerðu um leið samrunaaðilum kleift að framkvæma samrunann og ná markmiðum hans.“ Með skilyrðunum, sem felast í sátt samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins, skuldbinda aðilar sig til að grípa til eftirfarandi aðgerða: Aðgerðir til að efla og tryggja samningsstöðu bænda Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að standa ekki í vegi fyrir því að bændur færi viðskipti sín frá sameinuðu félagi til keppinauta þess. Jafnframt er tryggður réttur bænda til að semja um afmarkaða þjónustu við sameinað fyrirtæki, s.s. slátrun, en aðra þjónustu við þriðju aðila, s.s. vinnslu. Aðgerðir er varða verðlagningu einstakra þjónustuþátta Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til þess að aðgreina í bókhaldi sínu slátrun og vinnslu og lúta skorðum og reglum við verðlagningu á slátrun og annarri nánar skilgreindri þjónustu og í tiltekinn tíma. Þannig njóti bændur hagræðis sem sameinað fyrirtæki ætlar að ná og þurfi ekki að sæta verðhækkunum sem óhjákvæmilega geta leitt af samkeppnishamlandi samrunum. Skilyrðin eru jafnframt til þess fallin að styðja við samningsforræði bænda og þar með styrkja það aðhald sem þeir geta beitt gagnvart kjötafurðastöðvum. Aðgerðir sem rjúfa eignatengsl við minni kjörafurðastöðvar með sölu á eignarhlut til bænda Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að selja eignarhluti sína í Fjallalambi annars vegar og Sláturfélagi Vopnfirðinga hins vegar. Skulu hlutirnir seldir til bænda, eða félaga í meirihlutaeigu bænda. Er sölunni settur tiltekinn frestur, sem háður er trúnaði. Aðgerðir til að koma í veg fyrir fækkun keppinauta og viðsemjenda bænda Kjarnafæði hefur átt í viðskiptum við kjötafurðastöðvarnar B. Jensen og Sláturfélag Vopnfirðinga. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að eiga í áframhaldandi viðskiptum í tiltekinn tíma við B. Jensen og Sláturfélag Vopnfirðinga. Þessi viðskipti eru mikilvæg fyrir áframhaldandi rekstur þessara fyrirtækja, sem ella kynnu að hverfa af markaði. Miðar framangreind skuldbinding að því að fyrirtækin hafi ráðrúm til að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum og starfa áfram sem sjálfstæðir keppinautar. Aðgerðir til að stuðla að samkeppnislegu sjálfstæði sameinaðs fyrirtækis Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að setja sér setja sér samkeppnisstefnu, grípa til aðgerða til að tryggja eftirfylgni við sáttina í daglegri starfsemi, tryggja óhæði gagnvart keppinautum á vettvangi stjórnar og lykilstarfsmanna og halda skrá yfir öll samskipti við keppinauta. Eru þessar aðgerðir til þess fallnar að stuðla að því að sameinað fyrirtæki virði bannreglur samkeppnislaga og sporna við tjóni sem leitt getur af aukinni samþjöppun í greininni. Viðbrögð forstjóra Samkeppniseftirlitsins „Það er hagur íslenskra neytenda og bænda að virk samkeppni ríki á mörkuðum fyrir slátrun gripa og í heildsölu og vinnslu kjötafurða. Kannanir á meðal bænda gefa til kynna víðtækan stuðning við aðgerðir til þess að standa vörð um samkeppni á þessu sviði. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að sátt þess við samrunaaðila verji hagsmuni bænda og neytenda og geri sameinuðu fyrirtæki jafnframt kleift að eflast og dafna á grunni virkrar samkeppni og aðhalds af hendi bænda,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Svalbarðshreppur Samkeppnismál Landbúnaður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Ágúst Torfi segir að samruninn sé samþykktur með skilyrðum. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Ágústi Torfi í samtali við Vísi. Norðlensku miðlarnir Kaffið.is og Akureyri.net greindu fyrst frá. Ágúst Torfi segir að skrifað hafi verið undir samninga og því ljóst að bæði fyrirtækin séu sátt við þau skilyrði sem gerð séu. Meiri hagsmunir felist í sameiningunni og vegi meira en þær takmarkanir sem skilyrðin setji. „Þetta eru kerfislega mikilvæg fyrirtæki, stórir atvinnuveitendur á sínu starfssvæði og eru mikilvæg í keðju landbúnaðarframleiðsu - að koma framleiðslu bænda í það form að það henti í sölu til neytenda,“ segir Ágúst Torfi. „Það er afsakplega ánægjulegt að þetta hafi tekist,“ bætir hann við og vonar að sameinað fyrirtæki nái að dafna til langrar framtíðar. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um fimm hundruð bænda á Íslandi. Fyrirtækin hófu viðræður um samruna haustið 2018 og náðu saman um lykilmál síðastliðið sumar. Nokkur skilyrði sett Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu vegna samrunans. Þar segir að eftirlitið hafi í dag heimilað samruna kjötafurðastöðvanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða með skilyrðum. „Samrunaaðilar brugðust við mati eftirlitsins á skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni með því að setja fram tillögur að skilyrðum sem væru til þess fallnar að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni, en gerðu um leið samrunaaðilum kleift að framkvæma samrunann og ná markmiðum hans.“ Með skilyrðunum, sem felast í sátt samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins, skuldbinda aðilar sig til að grípa til eftirfarandi aðgerða: Aðgerðir til að efla og tryggja samningsstöðu bænda Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að standa ekki í vegi fyrir því að bændur færi viðskipti sín frá sameinuðu félagi til keppinauta þess. Jafnframt er tryggður réttur bænda til að semja um afmarkaða þjónustu við sameinað fyrirtæki, s.s. slátrun, en aðra þjónustu við þriðju aðila, s.s. vinnslu. Aðgerðir er varða verðlagningu einstakra þjónustuþátta Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til þess að aðgreina í bókhaldi sínu slátrun og vinnslu og lúta skorðum og reglum við verðlagningu á slátrun og annarri nánar skilgreindri þjónustu og í tiltekinn tíma. Þannig njóti bændur hagræðis sem sameinað fyrirtæki ætlar að ná og þurfi ekki að sæta verðhækkunum sem óhjákvæmilega geta leitt af samkeppnishamlandi samrunum. Skilyrðin eru jafnframt til þess fallin að styðja við samningsforræði bænda og þar með styrkja það aðhald sem þeir geta beitt gagnvart kjötafurðastöðvum. Aðgerðir sem rjúfa eignatengsl við minni kjörafurðastöðvar með sölu á eignarhlut til bænda Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að selja eignarhluti sína í Fjallalambi annars vegar og Sláturfélagi Vopnfirðinga hins vegar. Skulu hlutirnir seldir til bænda, eða félaga í meirihlutaeigu bænda. Er sölunni settur tiltekinn frestur, sem háður er trúnaði. Aðgerðir til að koma í veg fyrir fækkun keppinauta og viðsemjenda bænda Kjarnafæði hefur átt í viðskiptum við kjötafurðastöðvarnar B. Jensen og Sláturfélag Vopnfirðinga. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að eiga í áframhaldandi viðskiptum í tiltekinn tíma við B. Jensen og Sláturfélag Vopnfirðinga. Þessi viðskipti eru mikilvæg fyrir áframhaldandi rekstur þessara fyrirtækja, sem ella kynnu að hverfa af markaði. Miðar framangreind skuldbinding að því að fyrirtækin hafi ráðrúm til að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum og starfa áfram sem sjálfstæðir keppinautar. Aðgerðir til að stuðla að samkeppnislegu sjálfstæði sameinaðs fyrirtækis Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að setja sér setja sér samkeppnisstefnu, grípa til aðgerða til að tryggja eftirfylgni við sáttina í daglegri starfsemi, tryggja óhæði gagnvart keppinautum á vettvangi stjórnar og lykilstarfsmanna og halda skrá yfir öll samskipti við keppinauta. Eru þessar aðgerðir til þess fallnar að stuðla að því að sameinað fyrirtæki virði bannreglur samkeppnislaga og sporna við tjóni sem leitt getur af aukinni samþjöppun í greininni. Viðbrögð forstjóra Samkeppniseftirlitsins „Það er hagur íslenskra neytenda og bænda að virk samkeppni ríki á mörkuðum fyrir slátrun gripa og í heildsölu og vinnslu kjötafurða. Kannanir á meðal bænda gefa til kynna víðtækan stuðning við aðgerðir til þess að standa vörð um samkeppni á þessu sviði. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að sátt þess við samrunaaðila verji hagsmuni bænda og neytenda og geri sameinuðu fyrirtæki jafnframt kleift að eflast og dafna á grunni virkrar samkeppni og aðhalds af hendi bænda,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Svalbarðshreppur Samkeppnismál Landbúnaður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent