Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 17:14 Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveifluðust mest í verði á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands. Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands.
Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19
Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41