Velja seðlabankastjóra Hagfræðing ársins Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2021 09:28 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. FVH Ásgeir Jónsson hefur verið valinn hagfræðingur ársins 2021 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000, og verða að þessu sinni afhent á Þekkingardaginn 2021 sem verður streymt beint á Vísi þann 13. apríl. Í mati dómnefndar segir að á liðnu ári hafi mikið mætt á Ásgeiri og Seðlabanka Íslands sem hafi leikið lykilhlutverk í viðbrögðum og viðspyrnu efnahagslífsins í heimsfaraldri COVID-19. „Snör viðbrögð Seðlabankans meðal annars með lækkun stýrivaxta, afnámi sveiflujöfnunarauka, sölu á gjaldeyrisvaraforða til að vinna gegn gengissveiflum og verðbólgu á fordæmalausum tímum skiptu sköpum í baráttunni við efnahagslegu afleiðingar veirunnar. Það er mat dómnefndar að Ásgeir hafi í starfi sínu sem seðlabankastjóri sýnt mikla stillingu og beitt viðeigandi aðgerðum á krefjandi tímum. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Ásgeir fyrir hans frábæru störf,“ segir í mati dómnefndar. Ásgeir var skipaður seðlabankastjóri árið 2019. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og doktorsprófi árið 2001 frá sama skóla með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. „Í doktorsritgerð sinni fjallaði Ásgeir um peningastefnu í litlum opnum hagkerfum. Ásgeir hefur starfaði við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 til2019. Ásgeir var aðalhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og síðar Arion banka 2004-2011 og síðar efnahagsráðgjafi Virðingar og GAMMA. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og formaður yfirfasteignamatsnefndar. Hann er einnig höfundur margra bóka og greina um hagfræði og söguleg efni,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lilja Gylfadóttir formaður, Lára Hrafnsdóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson. Seðlabankinn Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í mati dómnefndar segir að á liðnu ári hafi mikið mætt á Ásgeiri og Seðlabanka Íslands sem hafi leikið lykilhlutverk í viðbrögðum og viðspyrnu efnahagslífsins í heimsfaraldri COVID-19. „Snör viðbrögð Seðlabankans meðal annars með lækkun stýrivaxta, afnámi sveiflujöfnunarauka, sölu á gjaldeyrisvaraforða til að vinna gegn gengissveiflum og verðbólgu á fordæmalausum tímum skiptu sköpum í baráttunni við efnahagslegu afleiðingar veirunnar. Það er mat dómnefndar að Ásgeir hafi í starfi sínu sem seðlabankastjóri sýnt mikla stillingu og beitt viðeigandi aðgerðum á krefjandi tímum. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Ásgeir fyrir hans frábæru störf,“ segir í mati dómnefndar. Ásgeir var skipaður seðlabankastjóri árið 2019. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og doktorsprófi árið 2001 frá sama skóla með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. „Í doktorsritgerð sinni fjallaði Ásgeir um peningastefnu í litlum opnum hagkerfum. Ásgeir hefur starfaði við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 til2019. Ásgeir var aðalhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og síðar Arion banka 2004-2011 og síðar efnahagsráðgjafi Virðingar og GAMMA. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og formaður yfirfasteignamatsnefndar. Hann er einnig höfundur margra bóka og greina um hagfræði og söguleg efni,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lilja Gylfadóttir formaður, Lára Hrafnsdóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson.
Seðlabankinn Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira