Viðskipti innlent

Sylvía Kristín nýr stjórnarformaður Íslandssjóða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sylvía Kristín Ólafsdóttir tekur við sem stjórnarformaður af Tönyu Zharov.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir tekur við sem stjórnarformaður af Tönyu Zharov. Icelandair

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmadstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur tekið við stjórnarformennsku í Íslandssjóðum, elsta sjóðstýringarfyrirtæki Íslands. Félagið er í eigu Íslandsbanka. Hún tekur við stöðunni af Tönyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech.

Mbl.is greindi frá þessu í morgun. Sylvía situr auk þess í stjórn Ölgerðarinnar en vék úr stjórn Símans í janúar þegar hún hóf störf hjá Origo. Þá var Sylvía Kristín formaður samninganefndar Icelandair í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í fyrra.

Sylvía er með meistarapróf frá London School of Economics og BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.