Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 16:00 Hótel Geysir átti verslunarrýmið í Haukadal og leigði vörumerkið til verslunarrekstursins. Geysir/Mikael Axelsson Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. Rekstrarfélögin Geysir Shops ehf. og Arctic Shopping ehf., sem voru í eigu Jóhanns Guðlaugssonar, voru tekin til gjaldþrotaskipta í byrjun mars eftir að verslunarkeðjan hætti rekstri og starfsfólki var sagt upp. Fjölskyldan sem á Hótel Geysi hyggst ekki opna fleiri verslanir og ætlar að einbeita sér að Haukadalnum. Áður voru fimm aðrar verslanir reknar undir merkjum Geysis í Reykjavík og á Akureyri. Eigendur Hótel Geysis ætla að endurvekja verslunina í Haukadal. Vísir/Vilhelm „Það verður bara mjög gaman að takast á við þetta. Þetta eru sérstakir tímar núna í faraldrinum og það er mjög leiðinlegt að sjá á eftir þessu,“ segir Elín Svafa Thoroddsen, einn eiganda Hótel Geysis, í samtali við Vísir. „Þau hafa unnið frábært starf með því að byggja upp þessar búðir og það er mikil eftirsjá hjá kúnnanum. Við finnum það að fólk bíður óþreyjufullt eftir því að geta verslað þessar vörur aftur og það er mjög mikill áhugi fyrir þeim.“ Þróa bað- og snyrtivörulínu Fréttablaðið greindi fyrst frá fyrirætlununum en nú er unnið að því að taka saman vörulagerinn og fara í gegnum hann. Elín segir að ekki verði tekið við inneignarnótum úr gömlu verslununum þar sem um sé að ræða aðskilið fyrirtæki sem hafi einfaldlega keypt vörurnar úr þrotabúinu. Hún bendir á að viðskiptavinir geti lýst kröfum í þrotabú Geysir shops ehf. og Arctic shopping ehf. en Hótel Geysir hefur sömuleiðis gert kröfu í búið vegna vangreiddra leigugreiðslna. Neytendasamtökin greindu frá því í febrúar að kröfur í þrotabú vegna inneignarnóta og gjafabréfa fáist sjaldan greiddar. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ segir Elín en fjölskyldan átti fyrir verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið sem var leigt áfram til verslunarrekstursins. Þau ætla ekki að láta þar við sitja og hyggjast þróa bað- og snyrtivörulínu undir merkjum Geysis samhliða opnun heilsulindar á svæðinu. Hyggjast draga úr framleiðslu „Þau náttúrulega unnu stórkostlegt starf við að byggja upp þetta vörumerki, þannig að við viljum bara halda því góða starfi áfram og ætlum að vinna að áframhaldandi vöruþróun á Geysismerkinu,“ segir Elín. Aðspurð nánar um það í hverju hún muni felast segir Elín það enn vera til skoðunar. Ólíklegt sé að þau muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu og fyrri eigendur en einhver framleiðsla muni þó halda áfram. Þá telur hún líklegt að vöruúrvalið muni almennt taka meira mið af kröfum erlendra ferðamanna nú þegar aðeins ein verslun stendur eftir. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að fjölskyldan í Haukadal hafi þurft að venjast samdrætti á því sviði undanfarið ár. „Í dag eru hér nær eingöngu Íslendingar þannig að það verður alveg miðað við þann kúnnahóp líka. Þetta er gott að nota þennan tíma til að fara yfir hlutina og endurmeta hvert við förum með þetta vörumerki,“ segir Elín. Geysir seldi klæðnað frá fjölda erlendra fatamerka auk þess sem rekstrarfélag þess rak ferðamannaverslanir á borð við Lundann, Thor og Óðinn í miðbæ Reykjavíkur. Elín segir að hluti lagersins verði seldur áfram en Vísir greindi frá því fyrr í dag að athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir hafi þegar samið um kaup á Fjällräven vörum sem hún ætli að selja í nýrri verslun sinni. Verslun Gjaldþrot Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. 10. mars 2021 13:34 Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. 4. febrúar 2021 15:24 Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Rekstrarfélögin Geysir Shops ehf. og Arctic Shopping ehf., sem voru í eigu Jóhanns Guðlaugssonar, voru tekin til gjaldþrotaskipta í byrjun mars eftir að verslunarkeðjan hætti rekstri og starfsfólki var sagt upp. Fjölskyldan sem á Hótel Geysi hyggst ekki opna fleiri verslanir og ætlar að einbeita sér að Haukadalnum. Áður voru fimm aðrar verslanir reknar undir merkjum Geysis í Reykjavík og á Akureyri. Eigendur Hótel Geysis ætla að endurvekja verslunina í Haukadal. Vísir/Vilhelm „Það verður bara mjög gaman að takast á við þetta. Þetta eru sérstakir tímar núna í faraldrinum og það er mjög leiðinlegt að sjá á eftir þessu,“ segir Elín Svafa Thoroddsen, einn eiganda Hótel Geysis, í samtali við Vísir. „Þau hafa unnið frábært starf með því að byggja upp þessar búðir og það er mikil eftirsjá hjá kúnnanum. Við finnum það að fólk bíður óþreyjufullt eftir því að geta verslað þessar vörur aftur og það er mjög mikill áhugi fyrir þeim.“ Þróa bað- og snyrtivörulínu Fréttablaðið greindi fyrst frá fyrirætlununum en nú er unnið að því að taka saman vörulagerinn og fara í gegnum hann. Elín segir að ekki verði tekið við inneignarnótum úr gömlu verslununum þar sem um sé að ræða aðskilið fyrirtæki sem hafi einfaldlega keypt vörurnar úr þrotabúinu. Hún bendir á að viðskiptavinir geti lýst kröfum í þrotabú Geysir shops ehf. og Arctic shopping ehf. en Hótel Geysir hefur sömuleiðis gert kröfu í búið vegna vangreiddra leigugreiðslna. Neytendasamtökin greindu frá því í febrúar að kröfur í þrotabú vegna inneignarnóta og gjafabréfa fáist sjaldan greiddar. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ segir Elín en fjölskyldan átti fyrir verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið sem var leigt áfram til verslunarrekstursins. Þau ætla ekki að láta þar við sitja og hyggjast þróa bað- og snyrtivörulínu undir merkjum Geysis samhliða opnun heilsulindar á svæðinu. Hyggjast draga úr framleiðslu „Þau náttúrulega unnu stórkostlegt starf við að byggja upp þetta vörumerki, þannig að við viljum bara halda því góða starfi áfram og ætlum að vinna að áframhaldandi vöruþróun á Geysismerkinu,“ segir Elín. Aðspurð nánar um það í hverju hún muni felast segir Elín það enn vera til skoðunar. Ólíklegt sé að þau muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu og fyrri eigendur en einhver framleiðsla muni þó halda áfram. Þá telur hún líklegt að vöruúrvalið muni almennt taka meira mið af kröfum erlendra ferðamanna nú þegar aðeins ein verslun stendur eftir. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að fjölskyldan í Haukadal hafi þurft að venjast samdrætti á því sviði undanfarið ár. „Í dag eru hér nær eingöngu Íslendingar þannig að það verður alveg miðað við þann kúnnahóp líka. Þetta er gott að nota þennan tíma til að fara yfir hlutina og endurmeta hvert við förum með þetta vörumerki,“ segir Elín. Geysir seldi klæðnað frá fjölda erlendra fatamerka auk þess sem rekstrarfélag þess rak ferðamannaverslanir á borð við Lundann, Thor og Óðinn í miðbæ Reykjavíkur. Elín segir að hluti lagersins verði seldur áfram en Vísir greindi frá því fyrr í dag að athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir hafi þegar samið um kaup á Fjällräven vörum sem hún ætli að selja í nýrri verslun sinni.
Verslun Gjaldþrot Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. 10. mars 2021 13:34 Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. 4. febrúar 2021 15:24 Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. 10. mars 2021 13:34
Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. 4. febrúar 2021 15:24
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45