Viðskipti innlent

Fyrrverandi pítsusendill verður forstjóri

Samúel Karl Ólason skrifar
Reynsla Magnúsar sem pítsusendils kemur honum væntanlega vel í nýju starfi.
Reynsla Magnúsar sem pítsusendils kemur honum væntanlega vel í nýju starfi. Vísir

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn sem forstjóri Domino's Pizza á Íslandi. Tekur hann við af Birgi Erni Birgissyni, sem hefur verið forstjóri frá árinu 2011. Magnús hefur sinnt flestum störfum innan Domino's í gegnum árin en hann hóf fyrst störf þar árið 1999 sem pítsusendill.

Í tilkynningu segir að Magnús hafi allt í allt um sextán ára reynslu hjá Domino's og hann hafi meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Domino's í Danmörku 2006 til 2007, rekstrar- og markaðsstjóri á Íslandi 2011-2014, framkvæmdastjóri Domino’s í Noregi 2014-2017 og sérfræðingur í rekstar- og markaðsmálum á erlendum mörkuðum Domino’s Pizza Group á árunum 2018-2019.

Magnús starfar hjá Sýn sem markaðs- og samskiptastjóri.

„Ég tek við keflinu af Birgi Erni sem ég þekki vel og leitt hefur félagið af myndarskap síðustu ár í gegnum mikla uppbyggingu og síðar áskoranir tengdar Covid-19. Domino’s er vörumerki með sterka stöðu á íslenskum veitingamarkaði og tryggan hóp viðskiptavina. Ég hlakka til þess að komast í pítsubransann á ný og vinna að enn frekari sigrum með einstöku teymi starfsmanna,” segir Magnús í áðurnefndri tilkynningu.

Þar er einnig haft eftir Birgi Bieltvedt, sem leiðir hóp fjárfesta sem hafa keypt Domino's á Íslandi að það sé virkilega ánægjulegt að fá Magnús til starfa. Hann þekki félagið og sögu þess mjög vel. Þá hafi hann reynslu af Domino's og sé þaulvanur rekstrar- og markaðsmálum vörumerkisins hér á Íslandi og í Skandinavíu.

Vísir er í eigu Sýnar hf.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.