Viðskipti innlent

John Cleese rifjar upp auglýsingu Kaupþings

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Cleese og Randver voru fastagestir á sjónvarpsskjám landsmanna.
John Cleese og Randver voru fastagestir á sjónvarpsskjám landsmanna.

Enski gamanleikarinn John Cleese tók upp á því um helgina að rifja upp eina af nokkrum auglýsingum Kaupþings frá góðæristímanum í aðdraganda bankahrunsins.

Þar var Cleese í aðalhlutverki en hann kom fram í nokkrum auglýsingum fyrir íslenska bankann eins frægt er orðið. Á þeim tíma var KB banki að taka aftur upp nafnið Kaupþing.

„Ég hef verulega vanmetið fólksfjöldann á Íslandi! 300 þúsund milljónir?!“ skrifar John Cleese og lætur auglýsinguna fylgja með. Þar er gert grín að stærð Kaupþings, hins alþjóðlega banka, í samhengi við hve fáir búa á Íslandi. Lýkur auglýsingunni á því að Cleese spyr hvers vegna verið sé að gera þessa auglýsingu yfir höfuð.

„Af hverju takið þið ekki bara upp símann og hringið í alla.“

Auglýsingarnar með Cleese vöktu mikla athygli á sínum tíma. Þær birtust fyrst árið 2006 og voru Þorsteinn Guðmundsson leikari, sem heyrist svara Cleese í auglýsingunni að ofan, og Randver Þorláksson í hlutverkum með Bretanum. 

Cleese er sjálfur þekktastur úr Monty Python félagsskapnum og grínmyndum á borð við A Fish Called Wanda.

Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn til að falla í efnahagshruninu haustið 2008. Síðan hafa stjórnendur bankans verið sakfelldir fyrir efnahagsbrot. 

Nýja Kaupþing var stofnað utan um innlend viðskipti bankans en skuldir skildar eftir. Í nóvember breytti Nýja Kaupþing nafni sínu í Arion banka.

Fleiri auglýsingar Cleese fyrir Kaupþing má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.