Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2021 22:10 Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Verið er að landa loðnu úr Beiti. Einar Árnason Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. Síldarvinnslan, sem er 64 ára gamalt fyrirtæki, var áður í breiðri eign Norðfirðinga. Núna er Samherji stærsti hluthafinn, með um 44 prósenta hlut, en Samherjamenn hafa gefið það út að þeir vilji dreifðara eignarhald. Næst stærsti hluthafinn, Kjálkanes, með um 34 prósent, hyggst einnig minnka við sig. Séð yfir Neskaupstað. Norðfirðingar stofnuðu Síldarvinnsluna árið 1957.Einar Árnason Stjórn Síldarvinnslunnar kynnti í febrúar að stefnt væri að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands á fyrri hluta þessa árs. Í Neskaupstað er hvatt til þess að heimamenn grípi tækifærið. Einkum er horft til SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna, sem fram undir síðustu aldamót var helsti hluthafinn, en er núna sá þriðji stærsti með ellefu prósenta hlut. „SÚN er búið að ákveða það að við ætlum allavega ekki að selja neitt af okkar hlutabréfum. Við ætlum frekar að huga að því að kaupa hlutabréf, þó að ekki sé búið að ákveða hversu mikið það verður,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, í fréttum Stöðvar 2. Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, SÚN.Einar Árnason „Auðvitað vonast ég til að heimamenn sjái tækifæri í þessu, að kaupa eignarhluti,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. „Það sem er náttúrlega mikilvægt, hvort sem það er Síldarvinnslan eða önnur fyrirtæki, er að það sé bara traustur og góður eigendahópur. Ég held að það sé lykilatriðið,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, en hún er með 360 manns í vinnu og næst stærsta fyrirtæki Austurlands, á eftir Alcoa Fjarðaáli. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.Einar Árnason „Við höfum séð það bara hér í uppbyggingu á Síldarvinnslunni síðustu áratugina að þar hefur skipt gríðarlega miklu máli að hafa framsýna eigendur og öfluga stjórn að baki félaginu,“ segir Gunnþór. Í gegnum Samvinnufélagið hafa Norðfirðingar séð hluta af arðinum af Síldarvinnslunni renna til samfélagsverkefna. Í síðustu viku sögðum við frá skrifstofuklasanum Múlanum. Útsýnispallur við vitann austast í Neskaupstað er annað dæmi og SÚN, ásamt Síldarvinnslunni, lagði einnig til fé á móti ríkinu til að malbika Norðfjarðarflugvöll. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við höfum styrkt sveitarfélagið, eða greiddum það nánast að fullu, að klæða félagsheimilið. Svo erum við með menningar- og viðurkenningarsjóð sem við veitum úr tvisvar á ári. Þar erum við oft að veita tugum milljóna bara í menningar- og íþróttaverkefni og ýmislegt fleira,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. „Að sjálfsögðu vill maður sjá þetta sem mest í eigu heimamanna. En fyrst og síðast að þetta sé góður rekstur. Þannig tryggir maður hann í sessi,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. 8. apríl 2021 09:31 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Bundið slitlag á Norðfjarðarflugvelli mun auðvelda sjúkraflug Kostnaður við framkvæmdirnar voru 158 milljónir króna og lögðu ríkið og sveitarfélagið saman fjármagn til verksins. 21. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Síldarvinnslan, sem er 64 ára gamalt fyrirtæki, var áður í breiðri eign Norðfirðinga. Núna er Samherji stærsti hluthafinn, með um 44 prósenta hlut, en Samherjamenn hafa gefið það út að þeir vilji dreifðara eignarhald. Næst stærsti hluthafinn, Kjálkanes, með um 34 prósent, hyggst einnig minnka við sig. Séð yfir Neskaupstað. Norðfirðingar stofnuðu Síldarvinnsluna árið 1957.Einar Árnason Stjórn Síldarvinnslunnar kynnti í febrúar að stefnt væri að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands á fyrri hluta þessa árs. Í Neskaupstað er hvatt til þess að heimamenn grípi tækifærið. Einkum er horft til SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna, sem fram undir síðustu aldamót var helsti hluthafinn, en er núna sá þriðji stærsti með ellefu prósenta hlut. „SÚN er búið að ákveða það að við ætlum allavega ekki að selja neitt af okkar hlutabréfum. Við ætlum frekar að huga að því að kaupa hlutabréf, þó að ekki sé búið að ákveða hversu mikið það verður,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, í fréttum Stöðvar 2. Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, SÚN.Einar Árnason „Auðvitað vonast ég til að heimamenn sjái tækifæri í þessu, að kaupa eignarhluti,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. „Það sem er náttúrlega mikilvægt, hvort sem það er Síldarvinnslan eða önnur fyrirtæki, er að það sé bara traustur og góður eigendahópur. Ég held að það sé lykilatriðið,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, en hún er með 360 manns í vinnu og næst stærsta fyrirtæki Austurlands, á eftir Alcoa Fjarðaáli. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.Einar Árnason „Við höfum séð það bara hér í uppbyggingu á Síldarvinnslunni síðustu áratugina að þar hefur skipt gríðarlega miklu máli að hafa framsýna eigendur og öfluga stjórn að baki félaginu,“ segir Gunnþór. Í gegnum Samvinnufélagið hafa Norðfirðingar séð hluta af arðinum af Síldarvinnslunni renna til samfélagsverkefna. Í síðustu viku sögðum við frá skrifstofuklasanum Múlanum. Útsýnispallur við vitann austast í Neskaupstað er annað dæmi og SÚN, ásamt Síldarvinnslunni, lagði einnig til fé á móti ríkinu til að malbika Norðfjarðarflugvöll. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við höfum styrkt sveitarfélagið, eða greiddum það nánast að fullu, að klæða félagsheimilið. Svo erum við með menningar- og viðurkenningarsjóð sem við veitum úr tvisvar á ári. Þar erum við oft að veita tugum milljóna bara í menningar- og íþróttaverkefni og ýmislegt fleira,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. „Að sjálfsögðu vill maður sjá þetta sem mest í eigu heimamanna. En fyrst og síðast að þetta sé góður rekstur. Þannig tryggir maður hann í sessi,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. 8. apríl 2021 09:31 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Bundið slitlag á Norðfjarðarflugvelli mun auðvelda sjúkraflug Kostnaður við framkvæmdirnar voru 158 milljónir króna og lögðu ríkið og sveitarfélagið saman fjármagn til verksins. 21. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31
Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. 8. apríl 2021 09:31
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29
Bundið slitlag á Norðfjarðarflugvelli mun auðvelda sjúkraflug Kostnaður við framkvæmdirnar voru 158 milljónir króna og lögðu ríkið og sveitarfélagið saman fjármagn til verksins. 21. ágúst 2017 11:41