Fleiri fréttir

Löng röð fyrir utan Costco

Jólaverslun virðist hafin með látum ef marka má fjölda fólks sem lagði leið sína í verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Lyfja kaupir Apótek MOS

Lyfja hefur náð samkomulagi við eigendur Apóteks MOS um kaup á apótekinu. Apótek MOS hefur starfað í Mosfellsbæ frá árinu 2016.

Tólf farþegar fá tæpa milljón vegna gjafabréfa stéttarfélaga

Icelandair ber að endurgreiða að fullu gjafabréf sem farþegar flugfélagsins kaupa hjá stéttarfélöguum sínum. Þetta er niðurstaða Samgöngustofa vegna þriggja kvartana sem bárust stofnunni. Icelandair hefur kært niðurstöðuna til samgönguráðuneytisins.

Leita að nýjum leigjendum í stað b5

Bankastræti 5 hefur verið auglýst til leigu eins og fram kemur á fasteignavef Vísi. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn b5 verið þar til húsa.

Kaupa Arnar&Arnar

Íslenska auglýsingastofan hefur fest kaup á rekstri og starfskröftum hönnunarteymisins Arnar&Arnar.

„Höfum aldrei lent í öðru eins“

„Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember.

Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð

Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax.

Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun.

Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti

Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára.

Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir.

Kaupsamningar ekki verið fleiri síðan 2007

Fasteignamarkaðurinn á Íslandi hefur verið í miklum blóma hér á landi undanfarna mánuði þrátt fyrir heimsfaraldur og efnahagskreppu og hefur hvert metið verið slegið á fætur öðru.

Bakarar furða sig á OECD

Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli framkvæmdastjóra OECD þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar.

Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina

Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum.

Innkalla granóla

Nathan & Olsen hefur innkallað tvær tegundir af granóla eftir að tilkynning barst frá birgja um að varnarefnið ethylene oxíð, sem er bannað í matvælum, hafi fundist í sesamfræjum sem er notað í framleiðslu.

Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik

Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega.

Herdís ráðin forstjóri Valitor

Herdís Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Valitor og mun ekki taka þátt í störfum stjórnar Arion banka að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Frumkvöðlar skipta með sér 30 milljónum

Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.