Viðskipti innlent

Tólf farþegar fá tæpa milljón vegna gjafabréfa stéttarfélaga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Icelandair hefur ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Icelandair hefur ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Icelandair ber að endurgreiða að fullu gjafabréf sem farþegar flugfélagsins kaupa hjá stéttarfélögum sínum. Þetta er niðurstaða Samgöngustofa vegna þriggja kvartana sem bárust stofnunni. Icelandair hefur kært niðurstöðuna til samgönguráðuneytisins.

RÚV greinir frá en alls þarf Icelandir að greiða tólf farþegum samtals 913 þúsund krónur  Um er að ræða þrjú aðskilin en sambærileg mál þar sem viðskiptavinir flugfélagsins höfðu keypt gjafabréf af stéttarfélögum sínum og nýtt þau til að greiða fyrir flugferðir hjá Icelandair.

Um var að ræða fimm farþega sem áttu bókað flug með Icelandair til og frá San Fransiskó í Bandaríkjunum í sumar, tvo farþega sem áttu flug til Orlandó í Bandaríkjunum í mars og fimm farþega sem áttu bókaðar nokkrar ferðir í sumar með flugfélaginu. Ferðunum var ýmist aflýst vegna viðbragða Icelandair við kyrrsetningu Boeing 737 MAX-flugvélanna eða áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Í málunum þremur var deilt um hvort Icelandair væri heimilt að endurgreiða kvartendum í formi gjafabréfa eða hvort félaginu bæri skylda til að endurgreiða umrædd gjafabréf í reiðufé.

Í niðurstöðu Samgöngustofu í málunum þremur segir að þar sem gjafabréfin hafi verið gefin út í fjárhæð af hálfu Icelandair og að viðskiptavinirnir hafi ekki keypt gjafabréfin af Icelandair eigi þeir rétt á fullri endurgreiðslu af hálfu Icelandair. 

Í úrskurði vegna yngsta málsins segir að eitt af þessum málum sé nú í kærumeðferð hjá samgönguráðuneytinu, og gera má því ráð fyrir að Icelandair hafi kært niðurstöðu þessa máls.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×