Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2020 12:45 Álver Norðuráls á Grundartanga. Vísir/Vilhelm Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum eins fljótt og auðið er. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýútkomin skýrsla Fraunhofer um samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju sé um margt góð og er því fagnað að iðnaðarráðherra skuli hafa tekið það skref að láta óháðan aðila meta samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi, með tilliti til raforkuverðs. En skýrslan var opinberuð í morgun. Þar segir meðal annars að meginniðurstaðan sé sú að raforkukostnaður stórnotenda á Íslandi skerði almennt ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart samanburðarlöndunum, sem eru, í skýrslunni, Noregur, Kanada (Quebec) og Þýskaland. „Stóriðja er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og er háð samkeppnishæfu raforkuverði,“ segir í tilkynningunni frá Norðuráli og því bætt við að niðurstöður Fraunhofer skýrslunnar staðfesti það sem Norðurál hafi bent á, að meðalverð raforku hefur verið samkeppnishæft. „Skýrslan staðfestir einnig að það raforkuverð sem nú stendur til boða á Íslandi er ekki samkeppnishæft við það sem stendur til boða í Noregi og Kanada,“ segir ennfremur. Því segist Norðurál taka heils hugar undir með skýrsluhöfundum um að þörf sé á meira gagnsæi á íslenskum orkumarkaði. „Norðurál hefur því óskað eftir því við orkusala að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum milli fyrirtækjanna eins fljótt og auðið verður,“ segir að lokum. Landsvirkjun Stóriðja Orkumál Tengdar fréttir Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26 Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. 4. ágúst 2020 20:28 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum eins fljótt og auðið er. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýútkomin skýrsla Fraunhofer um samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju sé um margt góð og er því fagnað að iðnaðarráðherra skuli hafa tekið það skref að láta óháðan aðila meta samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi, með tilliti til raforkuverðs. En skýrslan var opinberuð í morgun. Þar segir meðal annars að meginniðurstaðan sé sú að raforkukostnaður stórnotenda á Íslandi skerði almennt ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart samanburðarlöndunum, sem eru, í skýrslunni, Noregur, Kanada (Quebec) og Þýskaland. „Stóriðja er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og er háð samkeppnishæfu raforkuverði,“ segir í tilkynningunni frá Norðuráli og því bætt við að niðurstöður Fraunhofer skýrslunnar staðfesti það sem Norðurál hafi bent á, að meðalverð raforku hefur verið samkeppnishæft. „Skýrslan staðfestir einnig að það raforkuverð sem nú stendur til boða á Íslandi er ekki samkeppnishæft við það sem stendur til boða í Noregi og Kanada,“ segir ennfremur. Því segist Norðurál taka heils hugar undir með skýrsluhöfundum um að þörf sé á meira gagnsæi á íslenskum orkumarkaði. „Norðurál hefur því óskað eftir því við orkusala að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum milli fyrirtækjanna eins fljótt og auðið verður,“ segir að lokum.
Landsvirkjun Stóriðja Orkumál Tengdar fréttir Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26 Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. 4. ágúst 2020 20:28 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26
Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. 4. ágúst 2020 20:28
Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30