Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 20:31 Gert er ráð fyrir að umrætt skipi líti nokkurn veginn svona út. Vísir/Tryggvi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“ Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira
Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“
Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira