Viðskipti innlent

Verð hækkar í flestum flokkum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Verðbreytingar voru skoðaðar í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettós, Hagkaups, Kjörbúðarinnar, Iceland og Krambúðarinnar.
Verðbreytingar voru skoðaðar í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettós, Hagkaups, Kjörbúðarinnar, Iceland og Krambúðarinnar. Vísir/vilhelm

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. Mest hækkaði vörukarfan í Nettó, eða 2,6%, og næstmest í Bónus, eða 2,4%. Minnst hækkaði vörukarfan í Hagkaup milli mælinga eða um 0,5% en í sex tilfellum af sjö hækkaði karfan um 1,5%-2,6%.

Verð hækkaði í flestum vöruflokkum en minnst í flokki grænmetis og ávaxta og kjötvara. Verð lækkaði í þeim vöruflokkum í einhverjum tilfellum. Verðmælingar fóru fram vikurnar 18-25. maí og 2.- 9. nóvember 2020.

Munar mest um drykkjarvörur

Mest hækkaði vörukarfan eins og áður segir í Nettó um 2,6%. Munar þar mestu um hækkun á verði drykkjarvara, 5,6%, og hækkun á mjólkurvörum og ostum, 5,1%. Næstmest hækkaði vörukarfan í Bónus, 2,4%, en þar hækkuðu grænmeti og ávextir mest, eða um 6,8%, og þá hækkuðu mjólkurvörur og ostar um 4,5%.

Vörukarfan hækkaði minnst í Hagkaup, eða 0,5%, en þar lækkaði verð á kjötvöru um 1,8% milli mælinga. Sykur, súkkulaði og sælgæti lækkaði einnig lítillega í verði í Hagkaup en verð á brauði og kornvörum stóð nánast í stað milli mælinga. Drykkjarvörur hækkuðu þó mikið í Hagkaup, eða um 6,2%.

Af lágvöruverðsverslununum Bónus, Krónunni og Nettó hækkaði verð minnst í Krónunni, um 1,5% samanborið við 2,4% verðhækkun á vörukörfunni í Bónus og 2,6% í Nettó.

Ef litið er til annarra verslana sem teljast ekki til lágvöruverðsverslana og eru ýmist með lengri opnunartíma eða eru staðsettar á fleiri stöðum á landinu má sjá að vörukarfan í Iceland hækkar mest eða um 2,1% samanborðið við 1,8% hækkun á vörukörfunni í Kjörbúðinni og 1,7% í Krambúðinni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
1,59
2
998
ARION
0
1
46.375
FESTI
0
5
72.092
ICEAIR
0
4
584
SVN
0
1
110

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,96
3
14.499
HAGA
-1,06
2
35.232
ISB
-0,96
2
547
ARION
0
1
46.375
FESTI
0
5
72.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.