Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:17 Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein hefja byggingu á lúxushóteli á Þengilhöfða í Eyjafirði næsta vor. Aðsend Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira