Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:17 Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein hefja byggingu á lúxushóteli á Þengilhöfða í Eyjafirði næsta vor. Aðsend Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira