Viðskipti innlent

Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir

Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa.

Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi.

„Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“

„Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Kinglan.

Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu.

„Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón.

Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun.

„Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum.

„Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“ 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×