Viðskipti innlent

Arion Banki selur skuldabréf fyrir 300 milljónir evra til 3,5 ára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Útibú Arion banka í Borgartúni.
Útibú Arion banka í Borgartúni. Vísir/Vilhelm

Arion banki seldi í dag skuldabréf til fimm ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 48,6 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 

Þar segir að umframeftirspurn hafi verið eftir skuldabréfunum en í heild bárust tilboð frá ríflega 54 fjárfestum fyrir um 500 milljónir evra. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 1,15% álagi á millibankavexti.

„Mikil eftirspurn frá skuldabréfafjárfestum á meginlandi Evrópu og ekki síst frá suður Evrópu eykur fjölbreytni alþjóðlegra fjárfesta í Arion banka. Þessi vel heppnaða skuldabréfaútgáfa sýnir vel hve sterkur efnahagsreikningur bankans og eiginfjárstaða er,“ segir í tilkynningunni.

Deutsche Bank, J.P. Morgan plc, Nomura International plc og UBS Europe SE sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,15
4
248.100
EIK
0,78
1
504
SJOVA
0,53
1
378
KVIKA
0,4
7
131.866
ARION
0,13
2
55.662

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,29
7
296.015
ICESEA
-1,96
4
14.642
SVN
-1,41
11
46.811
SIMINN
-0,81
1
500
MAREL
-0,72
3
1.009
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.