Fleiri fréttir

Stefna Isavia og vilja lægri greiðslur 

Kynnisferðir vilja að greiðslur þeirra til Isavia verði lækkaðar vegna ákvörðunar ríkisfyrirtækisins um að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við Keflavíkurflugvöll. Hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni.

Vilja ekki pylsur við Sundhöllina

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg.

XO á Hringbraut kveður

Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu.

Frá Eflu til Samorku

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir hefur verið ráðin fagsviðsstjóri hjá Samorku.

Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð.

Tíu þúsund atvinnulausir

Samkvæmt árstíðaleiðréttingum tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 10.000 í maí, eða 4,7%

Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar.

Stoðir hagnast um 1.100 milljónir 

Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins.

Helgafell selur allan eignarhlut sinn í Festi

Fjárfestingafélagið, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, hefur nýlega selt tveggja prósenta hlut sinn í smásölurisanum. Er metinn á um 840 milljónir króna. Sjóðir Stefnis hafa á sama tíma bætt verulega við sig í Festi.

GAMMA lokar tveimur fjárfestingasjóðum

Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað.

Taconic Capital bætir enn við sig í Kaupþingi

Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins.

Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki

Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær.

Olíufélögin í uppbyggingu

Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna

Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020.

1912 kaupir meirihluta í Emmessís

Pálmi Jónsson keypti 89 prósent í Emmessís í lok apríl og selur nú meirihluta í fyrirtækinu. Kaupandinn á og rekur heildsöluna Nathan & Olsen og Ekruna. Stjórnendur 1912 sjá samlegðartækifæri í kaupunum.

Incrementum með um eitt prósent í Símanum

Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir