Viðskipti innlent

Simmi Vill orðinn talsmaður svína- og kjúklingabænda

Jakob Bjarnar skrifar
Simmi Vill vill rétta hlut bænda sem hann segir nú hart sótt að. Hann mun fylgjast með umræðunni og ef eitthvað fer á milli mála mun hann grípa inní.
Simmi Vill vill rétta hlut bænda sem hann segir nú hart sótt að. Hann mun fylgjast með umræðunni og ef eitthvað fer á milli mála mun hann grípa inní.
Fjölmiðlamaðurinn Simmi Vill, eða Sigmar Vilhjálmsson fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Bændablaðið greinir frá þessu en félagið heitir FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.

Ætlar að fylgjast með umræðunni og svara fyrir hönd bænda

Í Bændablaðinu segir að FESK sé ætlað að vera málsvari bænda á þessu sviði á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna.„Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni,“ segir í blaðinu og er vísað til tilkynningar í því samhengi. Þar er jafnframt vitnað til Simma sjálfs.„Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra.“

 

Simmi segir hart sótt að bændum

Simmi gerði garðinn frægan í fjölmiðlum á árum áður, var með útvarpsþátt á útvapsstöðinni Mónó ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni. Þeir slógu svo í gegn sem kynnar í íslensku útgáfunni af Idol-keppninni sem var á dagskrá Stöðvar 2. Þar voru þeir viðriðnir ýmsa dagskrárgerð, gerðu meðal annars sérstaka sjónvarpsþáttarröð um það þegar þeir stofnuðu Hamborgarafabrikkuna. Og færðu sig í kjölfarið báðir yfir í veitingageirann þar sem gustað hefur um þá, einkum athafnamanninn Sigmar. Simmi hefur svo vakið nokkra athygli að undanförnu meðal annars fyrir eindregnar skoðanir á 3. orkupakkanum, sem einmitt bændastéttin að meirihluta er afar mótfallin. Þá hefur hann viðrað umdeildar skoðanir á leiklestri í Borgarleikhúsinu og hvatt þá sem lakar eru settir að flytja bara út á land.Í Bændablaðinu er haft eftir Simma að hann vilji að um landbúnað sé rætt án sleggjudóma og fullyrðir að hart sé sótt að íslenskum landbúnaði úr ýmsum áttum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.