Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira