Viðskipti innlent

Vilja ekki pylsur við Sundhöllina

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Pylsusólgnir Sundhallargestir þurfa að seðja hungur sitt annars staðar.
Pylsusólgnir Sundhallargestir þurfa að seðja hungur sitt annars staðar. Fréttablaðið/Anton Brink
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina.

„Ráðið telur ekki heppilegt að hafa pulsuvagn við Sundhöllina,“ segir í bókun ráðsins. Í gegnum tíðina hefur í borginni sem og víðar tíðkast að í námunda við sundstaði séu pylsuvagnar eða annars konar söluturnar. Ber þar að nefna meðal annarra pylsuvagninn við Laugardalslaug. Annað dæmi er við Vesturbæjarlaug þar sem áður var söluturn og pylsuvagn en er nú hamborgarastaðurinn Hagavagninn. Ráðið telur betra að aðrir staðir fái viðskipti Sundhallargesta og segir að lokum í umsögn sinni:

„Við bendum á að í nágrenninu eru allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×