Taconic Capital bætir enn við sig í Kaupþingi Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 08:00 Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital. Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira