Viðskipti innlent

Stoðir hagnast um 1.100 milljónir 

Hörður Ægisson skrifar
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða

Stoðir högnuðust um 1.100 milljónir króna á sínu fyrsta ári sem virkt fjárfestingafélag. Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. Eignir í skráðum félögum námu 900 milljónum en virði óskráðra hlutabréfa var um 1.378 milljónir. Þá áttu Stoðir skráð skuldabréf að fjárhæð 440 milljónir auk þess sem útlán félagsins námu rúmlega 2,5 milljörðum.

Greint var frá því í Markaðinum í síðustu viku að Stoðir hefðu veitt fjármálafyrirtækinu GAMMA milljarðs króna lán í október á síðasta ári. Samtals nam heildarþóknun Stoða vegna lánsins um 150 milljónum króna.

Í skýrslu stjórnar Stoða kemur fram að félagið hafi keypt eigin bréf á síðasta ári að fjárhæð 1.437 milljónir að nafnverði á genginu 1,31 króna á hlut. Í árslok áttu Stoðir um 12,1 prósent af útistandandi hlutafé félagsins. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 sem er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru Arion banki og Landsbankinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.