Viðskipti innlent

Tíu þúsund atvinnulausir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni.
Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán

Samkvæmt árstíðaleiðréttingum tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 10.000 í maí, eða 4,7%. Það er 1,5 prósentustigi hærra en í apríl. Fyrir sama tímabil lækkaði leiðrétt hlutfall starfandi fólks um tvö og hálft prósentustig, eða í 77,2% fyrir maí 2019.

Árstíðaleiðréttar tölur vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar benda til að fjöldi fólks á vinnumarkaði hafi verið 209.900 í maí 2019. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,1%, sem er 1,3 prósentustigi lægra hlutfall en í apríl.

Þegar horft er til síðustu sex mánaða sýnir leitni að árstíðaleiðréttar tölur um atvinnuþátttöku standa í stað. Hlutfall starfandi lækkaði lítillega eða um 0,5 prósentustig um leið og atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig.

Atvinnulausir í maí 2019 voru um 6.500 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 6.200 eða 3,0% af vinnuaflinu. Alls voru 44.900 utan vinnumarkaðar í maí 2019 en höfðu verið 42.700 í maí 2018.

Nánar á vef Hagstofunnar.


Tengdar fréttir

Mesta atvinnuleysi í fimm ár

Hátt í sjö þúsund manns voru atvinnulaus í apríl, þar af á sjöunda hundrað sem áður störfuðu hjá Wow air.

Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá fer vaxandi

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins, segir að þetta sé enn ein vísbending um að verulega sé að hægja á hagkerfinu. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki og krónan sterk í sögulegu ljósi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.