Viðskipti innlent

Sölustjóri Strætó verður sölustjóri Hreint

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skúli Örn Sigurðsson.
Skúli Örn Sigurðsson. hreint

Skúli Örn Sigurðsson hefur tekið við sem sölustjóri hjá Hreint ehf.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu er greint frá því að Skúli sé með B.S. í viðskiptafræði og að ljúka MS prófi í nýsköpun og viðskiptaþróun. Hann hafi m.a. starfað hjá Íslenska útvarpsfélaginu sem sölustjóri og dagskrárgerðarmaður, Fasteignamiðlun Kópavogs sem sölufulltrúi og hjá Hvalalíf ehf. sem markaðs- og sölustjóri.

Síðustu þrjú árin hefur Skúli gegnt starfi sölustjóra hjá Strætó BS. Skúli sat einnig í stjórn faghóps hjá Stjórnvísi um góða stjórnarhætti. Skúli er trúlofaður Berglindi Hrönn Edvarsdóttir og eiga þau saman tvo drengi.

Hreint ehf. var stofnað í lok árs 1983 og er því ein elsta ræstingaþjónustu landsins. Fyrirtækið er aðili að Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ), Samtökum atvinnulífsins (SA) sem og þjónustusamtökunum Danske Service (DS) í DanmörkuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.