Viðskipti innlent

14 milljarðar ávinningur ríkisins af sölu eigna á Ásbrú

Ari Brynjólfsson skrifar
Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco.

"Þetta verkefni hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif sem sést best á þeirri blómlegu byggð sem hér hefur myndast og þeim fyrirtækjum sem hafa sest hér að.“
Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. "Þetta verkefni hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif sem sést best á þeirri blómlegu byggð sem hér hefur myndast og þeim fyrirtækjum sem hafa sest hér að.“

Fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú er um 14 milljarðar króna en síðustu eignirnar sem heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið voru seldar á árinu. Þá hefur Reykjanesbær fengið um 370 milljónir króna í gatnagerðargjöld af verkefninu.

„Þessi ávinningur verður að teljast mun meiri en vonir stóðu til við brotthvarf Varnarliðsins á sínum tíma,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.

Kadeco, sem er félag í eigu ríkisins, hefur leitt þróun og umbreytingu á gamla varnarliðssvæðinu frá árinu 2006 þegar bandarísk stjórnvöld skiluðu svæðinu til íslenskra stjórnvalda. Nú búa á fjórða þúsund manns á Ásbrú og á þriðja hundruð fyrirtæki eru skráð á svæðinu sem skapa um þúsund störf.

Síðustu eignir Kadeco voru seldar á árinu og því eru allar eignir sem félagið fékk til umsýslu árið 2006 komnar í borgaraleg not.

Samkvæmt greiningu sem stjórn félagsins lét vinna er fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs, eiganda félagsins, af verkefninu um 14 milljarðar króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.