Viðskipti innlent

Arðgreiðslur frá Bláa Lóninu nema yfir 4 milljörðum króna

Andri Eysteinsson skrifar
Lónið er blátt og gjöfult
Lónið er blátt og gjöfult
Velta Bláa Lónsins á árinu 2018 var um 17,4 milljarðar króna en þetta kemur fram í ársreikningi Bláa Lónsins hf. Þá var hagnaður eftir skatta rúmir 3,7 milljarðar króna en Kjarninn greindi fyrst frá.

Í ársreikningi segir að stjórn félagsins telji framtíðarhorfurnar góðar. Þó hafi áhrif á framtíðarhorfurnar að aukning á fjölda ferðamanna til landsins hafi stöðvast auk óvissu í flugrekstri.

Þá verður hluthöfum fyrirtækisins greiddur út arður sem nam 4,2 milljörðum en stærstu hluthafar í fyrirtækinu eru Hvatning slhf með eignarhlut 39,1%. og HS Orka með 30% hlut.

Stærstu hluthafar Hvatningar slf eru Grímur Karl Sæmundsen sem hlýtur vegna hlutarins rúmar 623 milljónir í arð frá Bláa Lóninu, félagi hans Eðvarð Júlíusson sem er næst stærsti hluthafinn fær í kringum 200 milljónir króna greiddar í arð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×