Viðskipti innlent

GAMMA lokar tveimur fjárfestingasjóðum

Hörður Ægisson skrifar
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.

Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga.

GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures.

Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna

Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins.

GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra 

Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.