Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 19:30 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent