Fleiri fréttir

Stærsti eigandi HS Orku seldur

Kanadíska orkufyrirtækið Innergex Renewable Energy hefur gert samkomulag um að kaupa Alterra Power, stærsta eiganda HS Orku. Viðskiptin nema alls um 1,1 milljarði dollara, um 115 milljarðar íslenskra króna.

Tugir missa vinnuna hjá CCP

Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, er einn þeirra sem missa vinnuna við breytingarnar.

Stolið fyrir milljarð á hverju ári

Íslendingar hala niður stolnu efni fyrir meira en milljarð króna samkvæmt útreikningum FRÍSK, félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Þættir Stöðvar 2 gríðarlega vinsælir en sekt eða tveggja ára fangelsi liggur við því.

Jafn leikvöllur

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sennilega sú íþróttaafurð sem nýtur mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er einfaldlega sú staðreynd að félögin sem deildina skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð jöfn að getu.

Stöðva rekstur bensínstöðvar á Hvammstanga

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra áformar að stöðva rekstur N1 á Hvammstanga. Bensínstöðin er ekki í samræmi við reglugerð vegna vanbúinna mengunarvarna og ófullnægjandi afgreiðsluplans.

Forstjóri Borgunar hættur

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Hann hefur starfað hjá Borgun í 10 ár.

Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi

"Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins.

Guide to Iceland kaupir Bungalo

Starfsemi Bungalo hefur nú alfarið flust til höfuðstöðva Guide to Iceland í Borgartúni 29, en Bungalo mun þó áfram verða rekið sem sjálfstætt félag.

29 sagt upp hjá Skeljungi

Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum.

Flugvélabensín dýrt á Akureyri

Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn AIR 66N segja enn vera hindranir í veginum fyrir beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.

VÍS tapar 278 milljónum króna

Tryggingafélagið VÍS tapaði 278 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við hagnað upp á 354 milljónir á sama tímabili 2016. Það skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem helgast einkum af óhagstærði þróun á innlendum hlutabréfamörkuðum.

Hagnaður Símans minnkar um 20 prósent á þriðja fjórðungi

Hagnaður Símans á þriðja ársfjórðungi 2017 nam 905 milljónum króna samanborið við 1.128 milljónir á sama tímabili árið áður. Þá námu tekjur félagsins tæplega 7 milljörðum króna á fjórðungnum og drógust saman um liðlega 300 milljónir á milli ára.

Hlutabréf Haga hríðfalla eftir uppgjör

Hagnaðar smásölufélagsins Haga nam 682 milljónum króna á öðrum fjórðungi rekstrarárs félagsins, frá júní til ágúst, og dróst saman um tæplega 45 prósent á milli ára. Hagnaðurinn var 1.213 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var síðdegis í gær.

Íslensku lífeyrissjóðirnir líti sér nær

Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu er nánast hvergi hærra innan ríkja OECD en á Íslandi. Lektor í fjármálum segir lífeyrissjóðina eiga erfitt um vik að auka erlendar fjárfestingar. Nær allar erlendar eignir bundnar í hlutabréfum.

Medis verðlaunað í Frankfurt

Lyfjafyrirtækið Medis hlaut í gærkvöldi verðlaun sem lyfjafyrirtæki ársins á EMEA-svæðinu svokallaða á vettvangi sem ber heitið Global Generics & Biosimilars Awards.

Vilhjálmur kaupir í Kviku banka 

Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrett­ánda stærsta hluthafanum í fjárfestingabankanum.

Eigendur Atlantsolíu undirbúa sölu á fyrirtækinu

Eigendur Atlantsolíu, þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose, skoða nú sölu á öllu hlutafé félagsins. Ákvörðun um hvort farið verði í opið söluferli tekin á næstu vikum. Áætlanir gera ráð fyrir að EBITDA-hagnaður Atlantsolíu verði 500 milljónir á þessu ári.

Hægt að tappa um 100 milljörðum af eigin fé bankanna

Umfram eigið fé í stóru viðskiptabönkunum var um 97 milljarðar króna í lok júní samkvæmt nýrri greiningu. Sérfræðingar telja skynsamlegt að nýta arðgreiðslur úr bönkunum til þess að greiða niður skuldir en ekki til þess að standa undir auknum ríkisútgjöldum.

Fjögur ráðin til Kolibri

Fjórir nýir starfsmenn hafa hafið störf hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri

Hlutabréf í Icelandair Group rjúka upp

Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp í verði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en félagið hækkaði í gærkvöldi afkomuspá sína fyrir árið í heild.

Loksins stór hugmynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum.

Komið á óvart hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl

Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.

Að hlaupa hraðar og hraðar í ranga átt

Christian Ørsted, danskur stjórnunarráðgjafi og höfundur metsölubókarinnar um lífshættulega stjórnunarhætti, er staddur hér á landi og gefur íslenskum stjórnendum hollráð.

Sjá næstu 50 fréttir