Viðskipti innlent

Forstjóri Borgunar hættur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Haukur Oddsson hættir hjá Borgun eftir tíu ára starf.
Haukur Oddsson hættir hjá Borgun eftir tíu ára starf. Vísir/Anton
Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Hann hefur starfað hjá Borgun í 10 ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu Borgunar. Þar segir að Haukur hafi hafið störf hjá fyrirtækinu árið 2007 og stýrt því frá því að vera fyrirtæki eingöngu með starfsemi á Íslandi í að vera alþjóðlegt fyrirtæki með með starfsemi í fjórum löndum.

„Ég kveð Borgun með þakklæti og stolti. Þar starfar einvala hópur starfsmanna. Borgun er frábært fyrirtæki sem á framtíðina fyrir sér með ótæmandi möguleika,“ er haft eftir Hauki á heimasíðu Borgunar.

Haukur mun sinna störfum forstjóra þangað til eftirmaður hans hefur verið ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×