Viðskipti innlent

Stærsti eigandi HS Orku seldur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Vilhelm
Kanadíska orkufyrirtækið Innergex Renewable Energy hefur gert samkomulag um að kaupa Alterra Power, stærsta eiganda HS Orku. Viðskiptin nema alls um 1,1 milljarði dollara, um 115 milljarðar íslenskra króna.

Kaupin eru háð því að hluthafar Alterra samþykki kaupin en fyrirtækið á 53,9 prósent hlut í HS Orku en frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Bloomberg.

HS Orka rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi auk þess sem fyrirtækið á 30 prósent hlut í Bláa lóninu.


Tengdar fréttir

Hlutur ORK metinn á rúma sjö milljarða

Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna.

Lífeyrissjóðir eignast 46% í HS Orku

Eignarhlutur íslenskra lífeyrissjóða í HS Orku mun aukast um 12,7 prósent og verða 46,1 prósent. Þetta varð ljóst í lok síðustu viku þegar samkomulag náðist á milli fagfjárfestasjóðsins ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, og Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufélagsins Alterra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×