Forstjóri Skeljungs: Tímasetningin hefur legið fyrir í langan tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 19:15 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Henrik Egholm, forstjóri Skeljungs, segir að tímasetning kaupréttarins sem hann nýtti sér í dag hafi legið fyrir í langan tíma. Tímasetningin hafi ekkert með boðaða hagræðingu Skeljungs að gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Egholm sem send var á fjölmiðla eftir að greint var frá því að hann, ásamt forstjóra Magn F/O, dótturfyrirtækis Skeljungs í Færeyjum, hefðu í dag nýtt sér kauprétt í Skeljungi á genginu 2,8. Nokkrum klukkustundum síðar seldi Egholm stærstan hlut þeirra bréfa sem hann keypti á genginu 7,3, markaðsgengi Skeljungs. Hagnaðist hann um 105 milljónir og forstjóri Magn F/O um 117 milljónir. Í yfirlýsingunni segir Egholm að viðskiptin séu í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, en Egholm var forstjóri Magn F/O áður en hann tók nýverið við sem forstjóri Skeljungs. Þetta segir Egholm að hafi komið fram í í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. „Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá,“ segir í yfirlýsingu Egholm.Fyrir helgi var tilkynnt um hagræðingaráform Skeljungs. Sem liður í því var 29 starfsmönnum sagt upp, bæði starfsmönnum á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. Þá voru svið sameinuð, stjórnunarstöðum fækkað og áform kynnt um að hætta notkun á vörumerkinu Skeljungur og einbeita sér að rekstri Orkunnar. „Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi,“ segir í yfirlýsingu Egholm ásamt því að breytingunum sé ætlað styrkja Skeljung á hörðum samkeppnismarkaði. „Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra,“ segir í yfirlýsingu Egholms sem lesa má hér fyrir neðan.29 manns var nýverið sagt upp hjá SkeljungiVísir/GVAYfirlýsing forstjóra Skeljungs í heild sinni„Viðskipti mín með hluti í Skeljungi eru í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, og fjallað er um í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá.Í síðustu viku voru kynntar ákvarðanir um breytingar á skipulagi Skeljungs og hagræðingu í rekstrinum. Þeim breytingum er ætlað að styrkja fyrirtækið á hörðum samkeppnismarkaði, en einnig eru þær liður í því, að auka verðmæti Skeljungs til lengri tíma. Stjórnendur fyrirtækisins munu halda áfram að bæta reksturinn og festa Skeljung í sessi sem leiðandi afl á markaði sem er að breytast. Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi.Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra.“ Tengdar fréttir Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47 29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50 Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Henrik Egholm, forstjóri Skeljungs, segir að tímasetning kaupréttarins sem hann nýtti sér í dag hafi legið fyrir í langan tíma. Tímasetningin hafi ekkert með boðaða hagræðingu Skeljungs að gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Egholm sem send var á fjölmiðla eftir að greint var frá því að hann, ásamt forstjóra Magn F/O, dótturfyrirtækis Skeljungs í Færeyjum, hefðu í dag nýtt sér kauprétt í Skeljungi á genginu 2,8. Nokkrum klukkustundum síðar seldi Egholm stærstan hlut þeirra bréfa sem hann keypti á genginu 7,3, markaðsgengi Skeljungs. Hagnaðist hann um 105 milljónir og forstjóri Magn F/O um 117 milljónir. Í yfirlýsingunni segir Egholm að viðskiptin séu í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, en Egholm var forstjóri Magn F/O áður en hann tók nýverið við sem forstjóri Skeljungs. Þetta segir Egholm að hafi komið fram í í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. „Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá,“ segir í yfirlýsingu Egholm.Fyrir helgi var tilkynnt um hagræðingaráform Skeljungs. Sem liður í því var 29 starfsmönnum sagt upp, bæði starfsmönnum á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. Þá voru svið sameinuð, stjórnunarstöðum fækkað og áform kynnt um að hætta notkun á vörumerkinu Skeljungur og einbeita sér að rekstri Orkunnar. „Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi,“ segir í yfirlýsingu Egholm ásamt því að breytingunum sé ætlað styrkja Skeljung á hörðum samkeppnismarkaði. „Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra,“ segir í yfirlýsingu Egholms sem lesa má hér fyrir neðan.29 manns var nýverið sagt upp hjá SkeljungiVísir/GVAYfirlýsing forstjóra Skeljungs í heild sinni„Viðskipti mín með hluti í Skeljungi eru í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, og fjallað er um í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá.Í síðustu viku voru kynntar ákvarðanir um breytingar á skipulagi Skeljungs og hagræðingu í rekstrinum. Þeim breytingum er ætlað að styrkja fyrirtækið á hörðum samkeppnismarkaði, en einnig eru þær liður í því, að auka verðmæti Skeljungs til lengri tíma. Stjórnendur fyrirtækisins munu halda áfram að bæta reksturinn og festa Skeljung í sessi sem leiðandi afl á markaði sem er að breytast. Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi.Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra.“
Tengdar fréttir Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47 29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50 Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47
29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50
Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30