Hlutabréf Haga hríðfalla eftir uppgjör Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. október 2017 10:00 Hagnaður Haga á fyrri helmingi rekstrarársins dróst saman um 30 prósent á milli ára. Vísir/Valli Hagnaðar smásölufélagsins Haga nam 1.532 milljónum króna á fyrri helmingi rekstrarárs félagsins, frá mars til ágúst, og dróst saman um tæplega 30 prósent á milli ára. Hagnaðurinn var 2.161 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var síðdegis í gær. Hlutabréf í félaginu hríðféllu um allt að níu prósent í verði þegar markaðir opnuðu í morgun. Lækkunin hefur hins vegar gengið að hluta til baka og þegar þetta er skrifað stendur gengi bréfa Haga í 34,25 krónum á hlut hafa þau lækkað í verði um liðlega 5,7 prósent í nærri 500 milljóna króna viðskiptum. Vörusala Haga á tímabilinu nam 37.169 milljónum króna, samanborið við 40.712 milljónir króna á sama tíma árið áður. Sölusamdráttur tímabilsins er 4,9 prósent, ef frá er talin aflögð starfsemi. Sölusamdráttur félagsins á tímabilinu í heild er 8,7 prósent í krónum talið. Aflögð starfsemi er verslun Debenhams í Smáralind, Korpuoutlet, Útilíf Glæsibæ, matvöruhluti Hagkaups Holtagörðum, efri hæð Hagkaups Kringlu og tískuverslanir í Smáralind og Kringlu. Í matvöruverslanahluta samstæðunnar er sölusamdráttur í krónum 7,1 prósent en magnminnkun 3,0 prósent. Ef tekið er tillit til aflagðrar starfsemi er sölusamdráttur matvöruverslanahlutans 4,8 prósent en magnminnkun 1,9 prósent. Viðskiptavinum hefur fjölgað á tímabilinu um 0,5 prósent í matvöruverslanahlutanum en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi hefur viðskiptavinum fjölgað um 3,7 prósent.Hærra kostnaðarhlutfall Framlegð Haga var 9.197 milljónir króna á tímabilinu, samanborið við 10.035 milljónir króna árið áður, eða 24,7 prósenta framlegð samanborið við 24,6 prósenta á fyrra ári. Rekstrarkostnaður í heild lækkar um 42 milljónir króna milli ára en kostnaðarhlutfallið hækkar úr 17,1 prósent í 18,6 prósent. Launakostnaður hefur hækkað um 6,5 prósent milli ára en annar rekstrarkostnaður hefur lækkað um 8,9 prósent. Hækkun launakostnaðar má að mestu rekja til kjarasamningshækkana, þenslu á vinnumarkaði, auk þess sem launakostnaður hefur hækkað tímabundið vegna framkvæmda og lokunar verslana, að því er segir í tilkynningunni.EBITDA dróst verulega saman Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 2.378 milljónum króna, samanborið við 3.180 milljónir króna árið áður. EBITDA-hlutfall var 6,4 prósent, samanborið við 7,8 prósent árið áður. Áhrif aflagðrar starfsemi, tímabundinnar lokunar vegna breytinga hjá félaginu og einskiptiskostnaðar vegna þess er um 200-250 milljónir króna á EBITDA tímabilsins. Þá eru áhrif verðhjöðnunar, styrkingu krónunnar og breytts samkeppnisumhverfis um 550-600 milljónir króna. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hagnaðar smásölufélagsins Haga nam 1.532 milljónum króna á fyrri helmingi rekstrarárs félagsins, frá mars til ágúst, og dróst saman um tæplega 30 prósent á milli ára. Hagnaðurinn var 2.161 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var síðdegis í gær. Hlutabréf í félaginu hríðféllu um allt að níu prósent í verði þegar markaðir opnuðu í morgun. Lækkunin hefur hins vegar gengið að hluta til baka og þegar þetta er skrifað stendur gengi bréfa Haga í 34,25 krónum á hlut hafa þau lækkað í verði um liðlega 5,7 prósent í nærri 500 milljóna króna viðskiptum. Vörusala Haga á tímabilinu nam 37.169 milljónum króna, samanborið við 40.712 milljónir króna á sama tíma árið áður. Sölusamdráttur tímabilsins er 4,9 prósent, ef frá er talin aflögð starfsemi. Sölusamdráttur félagsins á tímabilinu í heild er 8,7 prósent í krónum talið. Aflögð starfsemi er verslun Debenhams í Smáralind, Korpuoutlet, Útilíf Glæsibæ, matvöruhluti Hagkaups Holtagörðum, efri hæð Hagkaups Kringlu og tískuverslanir í Smáralind og Kringlu. Í matvöruverslanahluta samstæðunnar er sölusamdráttur í krónum 7,1 prósent en magnminnkun 3,0 prósent. Ef tekið er tillit til aflagðrar starfsemi er sölusamdráttur matvöruverslanahlutans 4,8 prósent en magnminnkun 1,9 prósent. Viðskiptavinum hefur fjölgað á tímabilinu um 0,5 prósent í matvöruverslanahlutanum en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi hefur viðskiptavinum fjölgað um 3,7 prósent.Hærra kostnaðarhlutfall Framlegð Haga var 9.197 milljónir króna á tímabilinu, samanborið við 10.035 milljónir króna árið áður, eða 24,7 prósenta framlegð samanborið við 24,6 prósenta á fyrra ári. Rekstrarkostnaður í heild lækkar um 42 milljónir króna milli ára en kostnaðarhlutfallið hækkar úr 17,1 prósent í 18,6 prósent. Launakostnaður hefur hækkað um 6,5 prósent milli ára en annar rekstrarkostnaður hefur lækkað um 8,9 prósent. Hækkun launakostnaðar má að mestu rekja til kjarasamningshækkana, þenslu á vinnumarkaði, auk þess sem launakostnaður hefur hækkað tímabundið vegna framkvæmda og lokunar verslana, að því er segir í tilkynningunni.EBITDA dróst verulega saman Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 2.378 milljónum króna, samanborið við 3.180 milljónir króna árið áður. EBITDA-hlutfall var 6,4 prósent, samanborið við 7,8 prósent árið áður. Áhrif aflagðrar starfsemi, tímabundinnar lokunar vegna breytinga hjá félaginu og einskiptiskostnaðar vegna þess er um 200-250 milljónir króna á EBITDA tímabilsins. Þá eru áhrif verðhjöðnunar, styrkingu krónunnar og breytts samkeppnisumhverfis um 550-600 milljónir króna.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira