Komið á óvart hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl 21. október 2017 11:00 Brynhildur Pétursdóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég sá hvorki fyrir að það yrði kosið enn og aftur til Alþingis né að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér rétt á HM. Þá hefur komið mér á óvart hvað verðbólgan hefur haldist lág og eins hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl.Hvaða app notarðu mest? Messenger væntanlega. Síðan hlóð ég niður einhverju rosalegu skipulagsappi sem ég taldi víst að myndi breyta lífi mínu til hins betra en hef ekki komist í að læra á það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er heimakær með afbrigðum þannig að þegar ég kem heim úr vinnu er líklegt að ég klappi kettinum, prjóni aðeins, athugi hvort eitthvert spennandi efni sé komið inn á Netflix og rölti í sund með manninum eða í göngutúr. Svo les ég frekar mikið og get alls ekki sofnað nema glugga aðeins í bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Almennt finnst mér gönguferðir um holt og hæðir besta hreyfingin og einnig sund. Ég keypti mér síðan eitthvert forláta flotvesti til að stunda það sem er kallað aqua run. Það eru liðnir margir mánuðir síðan og ég hef ekki enn þorað að mæta með beltið í sund. Bind samt miklar vonir við þessa græju.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta eiginlega á allt. Það er eitthvað við eighties tónlist og Eurovision-smelli sem gerir mig glaða og jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Ef ég ætla í alvöru að koma mér í stuð set ég Drop the World með Lil Wayne í græjurnar, stilli á hæsta og syng með.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er svo heppin að hafa verið í mörgum draumastörfum. Starfið mitt núna er skemmtilegt og krefjandi en ég finn í sjálfu sér ekki mikinn mun á því og fyrri störfum hjá Neytendasamtökunum þótt einhver titill hafi bæst við. Mér hefur alltaf fundist viss heiður að fá að starfa hjá Neytendasamtökunum og hreint með ólíkindum hvað svo fámennur vinnustaður nær að áorka miklu. Ég myndi hiklaust halda því fram að hjá samtökunum starfi algert draumastarfslið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég sá hvorki fyrir að það yrði kosið enn og aftur til Alþingis né að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér rétt á HM. Þá hefur komið mér á óvart hvað verðbólgan hefur haldist lág og eins hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl.Hvaða app notarðu mest? Messenger væntanlega. Síðan hlóð ég niður einhverju rosalegu skipulagsappi sem ég taldi víst að myndi breyta lífi mínu til hins betra en hef ekki komist í að læra á það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er heimakær með afbrigðum þannig að þegar ég kem heim úr vinnu er líklegt að ég klappi kettinum, prjóni aðeins, athugi hvort eitthvert spennandi efni sé komið inn á Netflix og rölti í sund með manninum eða í göngutúr. Svo les ég frekar mikið og get alls ekki sofnað nema glugga aðeins í bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Almennt finnst mér gönguferðir um holt og hæðir besta hreyfingin og einnig sund. Ég keypti mér síðan eitthvert forláta flotvesti til að stunda það sem er kallað aqua run. Það eru liðnir margir mánuðir síðan og ég hef ekki enn þorað að mæta með beltið í sund. Bind samt miklar vonir við þessa græju.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta eiginlega á allt. Það er eitthvað við eighties tónlist og Eurovision-smelli sem gerir mig glaða og jólalögin mega alveg byrja að hljóma snemma mín vegna. Nema íslenska jólaútgáfan af Gente di mare – hverjum þótti það eiginlega góð hugmynd? Ef ég ætla í alvöru að koma mér í stuð set ég Drop the World með Lil Wayne í græjurnar, stilli á hæsta og syng með.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er svo heppin að hafa verið í mörgum draumastörfum. Starfið mitt núna er skemmtilegt og krefjandi en ég finn í sjálfu sér ekki mikinn mun á því og fyrri störfum hjá Neytendasamtökunum þótt einhver titill hafi bæst við. Mér hefur alltaf fundist viss heiður að fá að starfa hjá Neytendasamtökunum og hreint með ólíkindum hvað svo fámennur vinnustaður nær að áorka miklu. Ég myndi hiklaust halda því fram að hjá samtökunum starfi algert draumastarfslið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira