Viðskipti innlent

Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá opnun Dunkin Donuts á Laugavegi fyrir tveimur árum.
Frá opnun Dunkin Donuts á Laugavegi fyrir tveimur árum. vísir/pjetur
Forsvarsmenn Dunkin Donuts á Íslandi hafa ákveðið að loka stað Dunkin Donuts á Laugavegi. Tæp tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn.

Í tilkynningu kemur fram að í dag séu staðirnir fimm talsins en staðnum á Laugavegi veður lokað frá og með 1. nóvember.

Haft er eftir Sigurði Karlssyni, framkvæmdastjóra Dunkin´ Donuts á Íslandi, að ákvörðunin byggi á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn er mjög stór í fermetrum talið.

„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ er haft eftir Sigurði.

„Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa Dunkin og munum við sem fyrr bjóða þar uppá góða vöru á hagstæðu verði,“ segir Sigurður.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.