Viðskipti innlent

Icelandair segir skilið við Barcelona og heldur til Madrídar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Icelandair flýgur til Madríd frá og með næsta sumri.
Icelandair flýgur til Madríd frá og með næsta sumri. Vísir/Vilhelm
Madríd, höfuðborg Spánar, verður eini áfangastaður Icelandair á Spáni frá og með næsta sumri. Túristi.is greinir frá því að Icelandair muni hætta að fljúga til Barcelona en í sumar var flugfélagið eitt fjögurra sem bauð upp á flug til spænsku borgarinnar.

WOW Air, Norwegian, Vueling auk Icelandair voru með áætlunarferðir til Barcelona í sumar og farnar 41 áætlunarferð frá Keflavík til Barcelona í júlí síðastliðnum.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í samtali við Túrista að flugfélagið sjái tækifæri í Madríd en þaðan komi fleiri spænskir farþegar en frá Barcelona. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×