Viðskipti innlent

Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
29 manns var nýverið sagt upp hjá Skeljungi.
29 manns var nýverið sagt upp hjá Skeljungi. Vísir/GVA
Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Tilkynning um kaup Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs og Johnni Poulsen, forstjóra Magn F/O barst kauphöllinni í morgun. Báðir nýttu þeir rétt sinn til þess að kaupa 26.224.863 hluti á genginu 2,82345, langt undir markaðsgengi Skeljungs sem er 7,30.

Keyptu þeir hlutina á 74 milljónir hvor. Hlutirnir voru þó ekki lengi í eigu þeirra félaga heldur seldu þeir hlutina síðdegis í dag, með töluverðum hagnaði. Poulsen seldi alla þá hluti sem hann keypti fyrr í dag en Egholm hélt eftir 1.643.836 af eigin hlutum.

Seldu þeir á markaðsgengi Skeljungs 7,30 og högnuðust þeir vel á kaupunum. Egholm fékk 179 milljónir í sinn hlut og hagnaðist því um 105 milljónir. Poulsen fékk 191,4 milljónir í sinn hlut og hagnaðist því um 117 milljónir á viðskiptunum.

Samtals högnuðust þeir um 222 milljónir á viðskiptunum. Aðeins eru fjórir dagar frá því að Skeljungur tilkynnti að 29 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp og að félagið ætli sér að hætta að nota vörumerkið Skeljung og leggja áherslu á vörumerkið Orkuna.


Tengdar fréttir

Hendrik Ehgolm nýr forstjóri Skeljungs

Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Hendrik Egholm sem nýjan forstjóra félagsins. Gert er ráð fyrir að Hendrik hefji störf hjá Skeljungi þann 1. október næstkomandi.

29 sagt upp hjá Skeljungi

Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum.

Hækka verðmat á Skeljungi

Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu.

Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi

"Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×