Fleiri fréttir Iceland Express flýgur til Bandaríkjanna á nýjan leik Iceland Express tilkynnti í dag að félagið muni hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna á nýjan leik næsta sumar. Flogið verður daglega til Boston frá byrjun júní. Áfangastöðum í Evrópu verður fækkað um sex en um leið verður tíðni aukin á þá staði sem flogið verður á miðað við það sem áður var, að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Nýir áfangastaðir í Evrópu verða Osló og Frankfurt í Þýskalandi. 7.9.2012 14:40 Upplýsingatæknibúskapur Neyðarlínunnar hjá Nýherja Neyðarlínan hefur samið við Nýherja um rekstur á upplýsingatæknibúskap sínum samkvæmt tilkynningu frá Nýherja. Samningurinn felur í sér rekstur á netkerfum, netþjónum, símkerfi og notendaþjónustu á tölvubúnaði fyrir alla starfsmenn Neyðarlínunnar. 7.9.2012 14:02 Landsbankinn mun ekki taka yfir Sparisjóð Svarfdæla Sparisjóður Svarfdæla og Landsbankinn hafa náð samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Landsbankans á rekstri og eignum sparisjóðsins þar sem Tryggingasjóður hefur fallist á að leggja sparisjóðunum til nýtt stofnfé og veita víkjandi lán þannig að Sparisjóður svarfdæla uppfylli skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall. 7.9.2012 11:39 Um 200 þúsund Finnar geta nýtt sér þjónustu Meniga Sparisjóðasamband Finnlands (Säästöpankkilitto) hefur tekie í notkun heimilisfjármálahugbúnað frá Meniga. Lausn Meniga er nú aegengileg í gegnum netbanka allra finnskra sparisjóða og geta meira en 200 þúsund viðskiptavinir þeirra nú notfært sér Meniga hugbúnaðinn til þess að fá skýrari mynd af heimilisútgjöldunum. 7.9.2012 10:44 Laun hækkuðu um 1,4% frá fyrri ársfjórðungi Regluleg laun voru að meðaltali 1,4% hærri á öðrum ársfjórðungi 2012 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 9,2% að meðaltali, hækkunin var 9,3% á almennum vinnumarkaði og 8,9% hjá opinberum starfsmönnum. 7.9.2012 09:14 Hagvöxtur var 2,6% Landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6% samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningatölum Hagstofunnar fyrir liðið ár. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar á undan, 4% árið 2010 og 6,6% árið 2009. Landsframleiðsla á liðnu ári er svipuð að raungildi og landsframleiðsla áranna 2006 og 2009. 7.9.2012 09:08 Hagvöxtur var 2,4% á fyrri helming ársins Landsframleiðslan á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 2,4% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. 7.9.2012 09:07 Icelandair sló aftur met í fjölda farþega Icelandair flutti 271 þúsund farþega í millilandaflugi í ágúst eða fleiri en nokkru sinni fyrr í þeim mánuði í sögu félagsins. Þetta var aukning upp á 9% miðað við sama mánuð í fyrra. 7.9.2012 06:28 Eignir fjármálafyrirtækja lækkuðu um 102 milljarða Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á öðrum ársfjórðungi ársins nam 8.420 milljarða kr. og lækkaði um 102 milljarða kr. frá fyrsta ársfjórðungi. 7.9.2012 06:52 Launahækkun forstjóra LSH vekur hörð viðbrögð Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. 7.9.2012 05:30 Raforkukostnaður hækkar alls staðar Raforkukostnaður heimila landsins hefur hækkað nokkuð frá ágústmánuði 2011, að því er fram kemur í könnun sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lét gera, en þó er nokkur munur milli orku- og dreififyrirtækja. 7.9.2012 02:30 Skuldabréf fyrirtækja er vannýttur fjárfestingakostur Vannýtt tækifæri eru falin í útgáfu skuldabréfa íslenskra fyrirtækja. Skuldabréfaútgáfan myndi leysa fjármögnunarvanda fyrirtækja og vandamál fjárfesta sem skapast af gjaldeyrishöftunum. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur I. Þórðarson, framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka hf., skrifaði í Viðskiptablaðið í dag. 6.9.2012 21:49 Gengi bréfa Regins hækkaði um tæp 3 prósent Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 2,86 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 8,98, en félagið var skráð á markað á genginu 8,25 í sumar. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,86 prósent og er gengið nú 7,04. 6.9.2012 20:19 Illugi tekur ekki undir lofsöng Jóns Steinssonar Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir yfirlýsingar Jóns Steinssonar um að ríkisstjórnin eigi lof skilið fyrir aðgerðir sínar í efnahagsmálum. Jón segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að Ísland sé í dag í ótrúlega góðri stöðu en hafi verið í ótrúlega vondri stöðu fyrir þremur árum og það sé ríkisstjórninni að þakka. 6.9.2012 19:09 Vantar 223 konur í stjórnir til að fylla kvóta Það vantar 223 konur í stjórnir til að 40% kynjakvóta verði náð að ári. Þetta kemur fram í úttekt KPMG, en þann 1. september á næsta ári taka gildi ný lög sem kveða á um að hlutfalls hvors kyns sé að lágmarki 40% í stjórnum lífeyrissjóða og stærri fyrirtækja. Þetta á við um alla lífeyrissjóði, hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög og opinber hlutafélög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli. 6.9.2012 16:02 FME skoðar ásakanir Víglunds vegna B.M. Vallár Fjármálaeftirlitið hefur tekið til skoðunar starfshætti Arion banka í endurskipulagningu á B.M. Vallá, en Víglundur Þorsteinsson hefur haldið því fram að félagið hafi verið á svokölluðum dauðalista Arion banka. 6.9.2012 13:55 Þrjátíu og einum flugmanni sagt upp Þrjátíu og einu fastráðnum flugmanni hjá Icelandair hefur verið sagt upp störfum en þeir munu vinna út október næstkomandi. Þessi fjöldi er umtalsvert minni en fyrir veturinn í fyrra, en þó bætist við þessa tölu lausráðnir flugmenn sem voru nýráðnir síðasta vor, tíu talsins. Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Í bréfinu kemur einnig fram að þrjátíu flugstjórar hjá félaginu flytjist yfir í sæti flugmanns 1. nóvember næstkomandi. 6.9.2012 13:10 Efnahagsráðgjafi Geirs lofsamar verk Jóhönnu og Steingríms Jón Steinsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Ísland sé í ótrúlega góðri stöðu í dag, einungis þremur árum eftir að hafa verið í ótrúlega vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók eigi mikinn þátt í þessum viðsnúningi. 6.9.2012 10:53 Landsliðsþjálfarinn mætir á haustráðstefnu Advania Von er á liðlega 900 gestum á haustráðstefnu Advania sem verður haldin á Hilton-hótelinu í Reykjavík á morgun. Um er að ræða stærsta stefnumót upplýsingatækni og atvinnulífs ár hvert. Að þessu sinni verða um 40 fyrirlestrar í boði á 4 mismunandi þemalínum sparnaðar, hagnýtingar, fróðleiks og virkni. Liðlega helmingur fyrirlesara kemur erlendis, meðal annars Dan Lyons, tækniritstjóri Newsweek, og Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hátt í eitt þúsund ráðstefnugestir eru væntanlegir. 6.9.2012 10:21 Landaður afli hjá Faxaflóahöfnum hefur aukist um 7% Um 7% aukning var á heildarafla sem landað er hjá Faxaflóahöfnum á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þar vegur þyngst góð loðnuveiði að því er segir á vefsíðu hafnanna. 6.9.2012 10:42 Geysisbændur í fjárfestingar Eigendur meirihluta Geysissvæðisins í Haukadal ætla að ráðast í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á svæðinu. 6.9.2012 07:00 Vangoldnir skattar upp á 12 milljarða Ríkisskattstjóri hækkaði í fyrra skatta um tæpan milljarð króna vegna 21 máls frá skattrannsóknarstjóra. Það sem af er þessu ári hefur ríkisskattstjóri hækkað skatta um 674 milljónir króna vegna mála frá skattrannsóknarstjóra. Gjaldabreytingar á þessu ári voru vegna 43 aðila. Hluti þeirra mála er skattaskjólsmál. 6.9.2012 03:30 Munar 4.100 krónum á Strætó og rútu Gjaldskrá Strætó miðast við fjölda "gjaldbelta“ sem ekin eru og kostar ferð um eitt belti, sem er 22 kílómetrar í loftlínu, 350 krónur. Sé miðað við fullt gjald kostar miðinn með Strætó 7.700 krónur, sem er töluvert ódýrara en með langferðarbílum Sterna, þar sem rútuferðin kostar 11.800. Ökutíminn er svipaður, sex tímar með rútu og sex tímar og korter með Strætó. Til gamans má einnig geta að flug með Flugfélagi Íslands á milli bæjarfélaganna kostar frá 7.900 krónum, ef pantað er nógu snemma, upp í 18.830 krónur. Sú ferð tekur að jafnaði um 45 mínútur. Starfsmenn á vegum ríkisins fá samkvæmt útreikningum Ferðakostnaðarnefndar greiddar tæpar 45 þúsund krónur fyrir að ferðast á eigin bíl á milli bæjarfélaganna, en hafa ber í huga að þar er slit og notkun bílsins tekið inn í kostnaðinn. 6.9.2012 03:15 Fær ekki nægar upplýsingar um Hörpu Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað reynt að nálgast upplýsingar um rekstur tónlistarhússins Hörpu og heildarbyggingarkostnað þess sem fram koma m.a. í rekstrarúttekt KPMG frá því í vor. 5.9.2012 22:56 Jón Helgi selur Húsgagnahöllina Jón Helgi Guðmundsson, helsti eigandi Norvik, hefur ákveðið að selja Húsgagnahöllina. Kaupendurnir eru bræðurnir Guðmundur Gauti og Egill Reynissynir, sem eiga verslanirnar Betra bak og Dorma. Frá þessu var greint á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. 5.9.2012 21:45 Mjólkin selst óvenju vel Mjólkurvörur seldust betur í ágúst á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Landsamband kúabænda telur öruggt að mjólkurfernur með skrúfutappa falli neytendum vel í geð og hafi jákvæð áhrif á söluna. 5.9.2012 21:34 Tollar og vörugjöld fela í sér mismunun Innflutningstollar á vörur fela í sér hrópandi mismunun milli þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Þetta fullyrti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. 5.9.2012 21:18 Grandi hækkar um tæp 6 prósent í litlum viðskiptum Gengi bréfa í HB Granda, sem skráð er á First North markaðinn í Kauphöll Íslands, hækkaði um 5,93 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 14,3. Lítil viðskipti voru á bak við þessa hreyfingu á genginu, eða aðeins um 338 þúsund krónur. 5.9.2012 18:23 Eignir lífeyrissjóðanna aukast um 3,2 milljarða Hreinar eignir lífeyrissjóðanna jukust um 3,2 milljarða króna á tímabilinu frá júní til júli. Hrein eign sjóðanna er nú 2.242 milljarðar króna og nemur aukningin því 0,1% 5.9.2012 17:50 Kæra á hendur framkvæmdastjóra Thule enn til meðferðar Embætti sérstaks saksóknara hefur enn til meðferðar kæru á hendur framkvæmdastjóra Thule Investments, Gísla Hjálmtýssyni, vegna meintra umboðssvika hans. Embættinu barst kæra í byrjun febrúar á þessu ári en henni var vísað frá 8. maí, þar sem ekki var talið vera tilefni til sakamálarannsóknar. Ríkissaksóknari fól síðan sérstökum saksóknara að taka málið til rannsóknar á nýjan leik. „Málið er enn til meðferðar hér innanhúss, en meira er ekki hægt að segja um það að svo stöddu,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. 5.9.2012 17:00 Ekki útilokað að niðurstaða fáist fyrir áramót Ekki er útilokað að niðurstaða í Icesavedeilunni fáist fyrir jól. Í dag var greint frá því að málflutningur fer fram í Lúxemborg þann 18. september næstkomandi. Ísland skilaði síðustu skriflegu greinargerðinni í júní. Frá þeim tíma hefur verið unnið að ræðu sem flutt verður fyrir Íslands hönd. 5.9.2012 16:29 Seðlabanki Íslands heldur gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 5.9.2012 16:44 Arctic Investment eignast meirihluta í Andersen & Lauth Gengið hefur verið frá samningi um kaup Arctic Investment á meirihluta í Andersen & Lauth. Andersen & Lauth er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur hátískufatnað á alþjóðamarkaði. Það byggir á gömlu vörumerki sem á sérstakan stað í hugum margra Íslendinga og leggur stolt í að halda tengslum við uppruna merkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 5.9.2012 15:26 Gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi frest fram á föstudag Vestmannaeyjabær gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi Kristinsynni frest fram til hádegis á föstudag til þess að leggja fram forkaupsréttartilboð í Berg-Huginn, þar sem söluverð og aðrir skilmálar eru tilgreindir á tæmandi hátt. Að öðrum kosti muni bærinn höfða mál fyrir dómstólum. 5.9.2012 12:01 Raungengi krónunnar ekki hærra frá hruni Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 3,3% í ágúst frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 80,2 stigum, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. 5.9.2012 11:20 Ólafur Þór: Mörg mál á lokastigum - skattamálum fjölgað mikið "Það er nokkur fjöldi mála sem er á lokastigi meðferðar hjá okkur, og saksóknarar eru komnir með inn á sitt borð. Við höfum ekki gefið upp nákvæmlega hvað þetta eru mörg mál eða um hvað mál er að ræða, þar sem þau eru enn til meðferðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Nú tæpum fjórum árum eftir hrun fjármálakerfisins sér fyrir endann á rannsókn nokkurs fjölda mála sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. "Það hefur verið töluvert annríki hjá okkur við yfirheyrslur að undanförnu, þar sem mál hafa verið í lokarennsli, eins og við köllum það, áður en endanlegar ákvarðanir um hvort gefnar séu út ákærur eru teknar,“ segir Ólafur Þór. 5.9.2012 10:59 Fasteignamarkaðurinn stóð nær í stað milli ára í ágúst Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu og fjöldi þinglýstra kaupsamninga stóð nær í stað í ágúst s.l. miðað við sama tímabil í fyrra. Veltan jókst um 0,6% og fjöldi samninga um 1,6% milli ára. 5.9.2012 10:30 Gistinóttum fjölgaði um 12% milli ára í júlí Gistinætur á hótelum í júlí voru 254.900 samanborið við 227.500 í júlí í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 90% af heildarfjölda gistinátta í júlí en gistinóttum þeirra fjölgaði um 13% samanborið við júlí 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 8%. 5.9.2012 09:10 Vöruskiptin hagstæð um um 12,6 milljarða í ágúst Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst s.l. var útflutningur 51,6 milljarðar króna og innflutningur 39 milljarðar króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 12,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.9.2012 09:05 Ísland enn í 30. sæti hvað samkeppnishæfni varðar Ísland vermir enn 30. sætið í mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða. Þrátt fyrir að litlar breytingar eigi sér nú stað á milli ára, þá er þessi staða mikill viðsnúningur frá því sem var fyrir tveimur árum síðan þegar Ísland féll um sex sæti. 5.9.2012 08:05 Reginn kaupir fasteignir KEA hótelsins á Akureyri Fasteignafélagið Reginn hefur fest kaup á fasteignum KEA hótelsins við Hafnarstræti á Akureyri af eignarhaldsfélaginu Krypton. 5.9.2012 06:41 Töluvert dró úr gjaldeyrisveltunni í ágúst Töluvert dró úr veltunni á millibankamarkaðinum með gjaldeyri í ágúst miðað við fyrri mánuð. 5.9.2012 06:37 Engar hópuppsagnir í ágúst Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust til Vinnumálastofnunnar í ágústmánuði að því er segir á vefsíðu stofnunarinnar. 5.9.2012 06:35 Lífið er saltfiskur gildir aftur um efnahag Íslendinga Verulega ólík þróun hefur verið á verði á helstu útflutningsafurðum Íslands það sem af er ári og eru sjávarafurðir aftur komnar á toppinn hvað verðmætið varðar. 5.9.2012 06:24 Hlutur Landsbankastarfsmanna orðinn 1,5 prósent Sá hlutur í Landsbankanum sem mun fara í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi bankans var 1,5 prósent af öllu hlutafé hans um mitt þetta ár. Miðað við innra virði bankans er virði hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Virði skilyrts skuldabréfs, sem ákvarðar hversu stóran hlut starfsmennirnir munu eignast í bankanum, jókst um níu milljarða króna á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri Landsbankans sem birt var á fimmtudag. 5.9.2012 05:30 Sjá næstu 50 fréttir
Iceland Express flýgur til Bandaríkjanna á nýjan leik Iceland Express tilkynnti í dag að félagið muni hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna á nýjan leik næsta sumar. Flogið verður daglega til Boston frá byrjun júní. Áfangastöðum í Evrópu verður fækkað um sex en um leið verður tíðni aukin á þá staði sem flogið verður á miðað við það sem áður var, að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Nýir áfangastaðir í Evrópu verða Osló og Frankfurt í Þýskalandi. 7.9.2012 14:40
Upplýsingatæknibúskapur Neyðarlínunnar hjá Nýherja Neyðarlínan hefur samið við Nýherja um rekstur á upplýsingatæknibúskap sínum samkvæmt tilkynningu frá Nýherja. Samningurinn felur í sér rekstur á netkerfum, netþjónum, símkerfi og notendaþjónustu á tölvubúnaði fyrir alla starfsmenn Neyðarlínunnar. 7.9.2012 14:02
Landsbankinn mun ekki taka yfir Sparisjóð Svarfdæla Sparisjóður Svarfdæla og Landsbankinn hafa náð samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Landsbankans á rekstri og eignum sparisjóðsins þar sem Tryggingasjóður hefur fallist á að leggja sparisjóðunum til nýtt stofnfé og veita víkjandi lán þannig að Sparisjóður svarfdæla uppfylli skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall. 7.9.2012 11:39
Um 200 þúsund Finnar geta nýtt sér þjónustu Meniga Sparisjóðasamband Finnlands (Säästöpankkilitto) hefur tekie í notkun heimilisfjármálahugbúnað frá Meniga. Lausn Meniga er nú aegengileg í gegnum netbanka allra finnskra sparisjóða og geta meira en 200 þúsund viðskiptavinir þeirra nú notfært sér Meniga hugbúnaðinn til þess að fá skýrari mynd af heimilisútgjöldunum. 7.9.2012 10:44
Laun hækkuðu um 1,4% frá fyrri ársfjórðungi Regluleg laun voru að meðaltali 1,4% hærri á öðrum ársfjórðungi 2012 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 9,2% að meðaltali, hækkunin var 9,3% á almennum vinnumarkaði og 8,9% hjá opinberum starfsmönnum. 7.9.2012 09:14
Hagvöxtur var 2,6% Landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6% samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningatölum Hagstofunnar fyrir liðið ár. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar á undan, 4% árið 2010 og 6,6% árið 2009. Landsframleiðsla á liðnu ári er svipuð að raungildi og landsframleiðsla áranna 2006 og 2009. 7.9.2012 09:08
Hagvöxtur var 2,4% á fyrri helming ársins Landsframleiðslan á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 2,4% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. 7.9.2012 09:07
Icelandair sló aftur met í fjölda farþega Icelandair flutti 271 þúsund farþega í millilandaflugi í ágúst eða fleiri en nokkru sinni fyrr í þeim mánuði í sögu félagsins. Þetta var aukning upp á 9% miðað við sama mánuð í fyrra. 7.9.2012 06:28
Eignir fjármálafyrirtækja lækkuðu um 102 milljarða Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á öðrum ársfjórðungi ársins nam 8.420 milljarða kr. og lækkaði um 102 milljarða kr. frá fyrsta ársfjórðungi. 7.9.2012 06:52
Launahækkun forstjóra LSH vekur hörð viðbrögð Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. 7.9.2012 05:30
Raforkukostnaður hækkar alls staðar Raforkukostnaður heimila landsins hefur hækkað nokkuð frá ágústmánuði 2011, að því er fram kemur í könnun sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lét gera, en þó er nokkur munur milli orku- og dreififyrirtækja. 7.9.2012 02:30
Skuldabréf fyrirtækja er vannýttur fjárfestingakostur Vannýtt tækifæri eru falin í útgáfu skuldabréfa íslenskra fyrirtækja. Skuldabréfaútgáfan myndi leysa fjármögnunarvanda fyrirtækja og vandamál fjárfesta sem skapast af gjaldeyrishöftunum. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur I. Þórðarson, framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka hf., skrifaði í Viðskiptablaðið í dag. 6.9.2012 21:49
Gengi bréfa Regins hækkaði um tæp 3 prósent Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 2,86 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 8,98, en félagið var skráð á markað á genginu 8,25 í sumar. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,86 prósent og er gengið nú 7,04. 6.9.2012 20:19
Illugi tekur ekki undir lofsöng Jóns Steinssonar Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir yfirlýsingar Jóns Steinssonar um að ríkisstjórnin eigi lof skilið fyrir aðgerðir sínar í efnahagsmálum. Jón segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að Ísland sé í dag í ótrúlega góðri stöðu en hafi verið í ótrúlega vondri stöðu fyrir þremur árum og það sé ríkisstjórninni að þakka. 6.9.2012 19:09
Vantar 223 konur í stjórnir til að fylla kvóta Það vantar 223 konur í stjórnir til að 40% kynjakvóta verði náð að ári. Þetta kemur fram í úttekt KPMG, en þann 1. september á næsta ári taka gildi ný lög sem kveða á um að hlutfalls hvors kyns sé að lágmarki 40% í stjórnum lífeyrissjóða og stærri fyrirtækja. Þetta á við um alla lífeyrissjóði, hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög og opinber hlutafélög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli. 6.9.2012 16:02
FME skoðar ásakanir Víglunds vegna B.M. Vallár Fjármálaeftirlitið hefur tekið til skoðunar starfshætti Arion banka í endurskipulagningu á B.M. Vallá, en Víglundur Þorsteinsson hefur haldið því fram að félagið hafi verið á svokölluðum dauðalista Arion banka. 6.9.2012 13:55
Þrjátíu og einum flugmanni sagt upp Þrjátíu og einu fastráðnum flugmanni hjá Icelandair hefur verið sagt upp störfum en þeir munu vinna út október næstkomandi. Þessi fjöldi er umtalsvert minni en fyrir veturinn í fyrra, en þó bætist við þessa tölu lausráðnir flugmenn sem voru nýráðnir síðasta vor, tíu talsins. Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Í bréfinu kemur einnig fram að þrjátíu flugstjórar hjá félaginu flytjist yfir í sæti flugmanns 1. nóvember næstkomandi. 6.9.2012 13:10
Efnahagsráðgjafi Geirs lofsamar verk Jóhönnu og Steingríms Jón Steinsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Ísland sé í ótrúlega góðri stöðu í dag, einungis þremur árum eftir að hafa verið í ótrúlega vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók eigi mikinn þátt í þessum viðsnúningi. 6.9.2012 10:53
Landsliðsþjálfarinn mætir á haustráðstefnu Advania Von er á liðlega 900 gestum á haustráðstefnu Advania sem verður haldin á Hilton-hótelinu í Reykjavík á morgun. Um er að ræða stærsta stefnumót upplýsingatækni og atvinnulífs ár hvert. Að þessu sinni verða um 40 fyrirlestrar í boði á 4 mismunandi þemalínum sparnaðar, hagnýtingar, fróðleiks og virkni. Liðlega helmingur fyrirlesara kemur erlendis, meðal annars Dan Lyons, tækniritstjóri Newsweek, og Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hátt í eitt þúsund ráðstefnugestir eru væntanlegir. 6.9.2012 10:21
Landaður afli hjá Faxaflóahöfnum hefur aukist um 7% Um 7% aukning var á heildarafla sem landað er hjá Faxaflóahöfnum á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þar vegur þyngst góð loðnuveiði að því er segir á vefsíðu hafnanna. 6.9.2012 10:42
Geysisbændur í fjárfestingar Eigendur meirihluta Geysissvæðisins í Haukadal ætla að ráðast í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á svæðinu. 6.9.2012 07:00
Vangoldnir skattar upp á 12 milljarða Ríkisskattstjóri hækkaði í fyrra skatta um tæpan milljarð króna vegna 21 máls frá skattrannsóknarstjóra. Það sem af er þessu ári hefur ríkisskattstjóri hækkað skatta um 674 milljónir króna vegna mála frá skattrannsóknarstjóra. Gjaldabreytingar á þessu ári voru vegna 43 aðila. Hluti þeirra mála er skattaskjólsmál. 6.9.2012 03:30
Munar 4.100 krónum á Strætó og rútu Gjaldskrá Strætó miðast við fjölda "gjaldbelta“ sem ekin eru og kostar ferð um eitt belti, sem er 22 kílómetrar í loftlínu, 350 krónur. Sé miðað við fullt gjald kostar miðinn með Strætó 7.700 krónur, sem er töluvert ódýrara en með langferðarbílum Sterna, þar sem rútuferðin kostar 11.800. Ökutíminn er svipaður, sex tímar með rútu og sex tímar og korter með Strætó. Til gamans má einnig geta að flug með Flugfélagi Íslands á milli bæjarfélaganna kostar frá 7.900 krónum, ef pantað er nógu snemma, upp í 18.830 krónur. Sú ferð tekur að jafnaði um 45 mínútur. Starfsmenn á vegum ríkisins fá samkvæmt útreikningum Ferðakostnaðarnefndar greiddar tæpar 45 þúsund krónur fyrir að ferðast á eigin bíl á milli bæjarfélaganna, en hafa ber í huga að þar er slit og notkun bílsins tekið inn í kostnaðinn. 6.9.2012 03:15
Fær ekki nægar upplýsingar um Hörpu Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað reynt að nálgast upplýsingar um rekstur tónlistarhússins Hörpu og heildarbyggingarkostnað þess sem fram koma m.a. í rekstrarúttekt KPMG frá því í vor. 5.9.2012 22:56
Jón Helgi selur Húsgagnahöllina Jón Helgi Guðmundsson, helsti eigandi Norvik, hefur ákveðið að selja Húsgagnahöllina. Kaupendurnir eru bræðurnir Guðmundur Gauti og Egill Reynissynir, sem eiga verslanirnar Betra bak og Dorma. Frá þessu var greint á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. 5.9.2012 21:45
Mjólkin selst óvenju vel Mjólkurvörur seldust betur í ágúst á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Landsamband kúabænda telur öruggt að mjólkurfernur með skrúfutappa falli neytendum vel í geð og hafi jákvæð áhrif á söluna. 5.9.2012 21:34
Tollar og vörugjöld fela í sér mismunun Innflutningstollar á vörur fela í sér hrópandi mismunun milli þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Þetta fullyrti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. 5.9.2012 21:18
Grandi hækkar um tæp 6 prósent í litlum viðskiptum Gengi bréfa í HB Granda, sem skráð er á First North markaðinn í Kauphöll Íslands, hækkaði um 5,93 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 14,3. Lítil viðskipti voru á bak við þessa hreyfingu á genginu, eða aðeins um 338 þúsund krónur. 5.9.2012 18:23
Eignir lífeyrissjóðanna aukast um 3,2 milljarða Hreinar eignir lífeyrissjóðanna jukust um 3,2 milljarða króna á tímabilinu frá júní til júli. Hrein eign sjóðanna er nú 2.242 milljarðar króna og nemur aukningin því 0,1% 5.9.2012 17:50
Kæra á hendur framkvæmdastjóra Thule enn til meðferðar Embætti sérstaks saksóknara hefur enn til meðferðar kæru á hendur framkvæmdastjóra Thule Investments, Gísla Hjálmtýssyni, vegna meintra umboðssvika hans. Embættinu barst kæra í byrjun febrúar á þessu ári en henni var vísað frá 8. maí, þar sem ekki var talið vera tilefni til sakamálarannsóknar. Ríkissaksóknari fól síðan sérstökum saksóknara að taka málið til rannsóknar á nýjan leik. „Málið er enn til meðferðar hér innanhúss, en meira er ekki hægt að segja um það að svo stöddu,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. 5.9.2012 17:00
Ekki útilokað að niðurstaða fáist fyrir áramót Ekki er útilokað að niðurstaða í Icesavedeilunni fáist fyrir jól. Í dag var greint frá því að málflutningur fer fram í Lúxemborg þann 18. september næstkomandi. Ísland skilaði síðustu skriflegu greinargerðinni í júní. Frá þeim tíma hefur verið unnið að ræðu sem flutt verður fyrir Íslands hönd. 5.9.2012 16:29
Seðlabanki Íslands heldur gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 5.9.2012 16:44
Arctic Investment eignast meirihluta í Andersen & Lauth Gengið hefur verið frá samningi um kaup Arctic Investment á meirihluta í Andersen & Lauth. Andersen & Lauth er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur hátískufatnað á alþjóðamarkaði. Það byggir á gömlu vörumerki sem á sérstakan stað í hugum margra Íslendinga og leggur stolt í að halda tengslum við uppruna merkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 5.9.2012 15:26
Gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi frest fram á föstudag Vestmannaeyjabær gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi Kristinsynni frest fram til hádegis á föstudag til þess að leggja fram forkaupsréttartilboð í Berg-Huginn, þar sem söluverð og aðrir skilmálar eru tilgreindir á tæmandi hátt. Að öðrum kosti muni bærinn höfða mál fyrir dómstólum. 5.9.2012 12:01
Raungengi krónunnar ekki hærra frá hruni Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 3,3% í ágúst frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 80,2 stigum, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. 5.9.2012 11:20
Ólafur Þór: Mörg mál á lokastigum - skattamálum fjölgað mikið "Það er nokkur fjöldi mála sem er á lokastigi meðferðar hjá okkur, og saksóknarar eru komnir með inn á sitt borð. Við höfum ekki gefið upp nákvæmlega hvað þetta eru mörg mál eða um hvað mál er að ræða, þar sem þau eru enn til meðferðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Nú tæpum fjórum árum eftir hrun fjármálakerfisins sér fyrir endann á rannsókn nokkurs fjölda mála sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. "Það hefur verið töluvert annríki hjá okkur við yfirheyrslur að undanförnu, þar sem mál hafa verið í lokarennsli, eins og við köllum það, áður en endanlegar ákvarðanir um hvort gefnar séu út ákærur eru teknar,“ segir Ólafur Þór. 5.9.2012 10:59
Fasteignamarkaðurinn stóð nær í stað milli ára í ágúst Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu og fjöldi þinglýstra kaupsamninga stóð nær í stað í ágúst s.l. miðað við sama tímabil í fyrra. Veltan jókst um 0,6% og fjöldi samninga um 1,6% milli ára. 5.9.2012 10:30
Gistinóttum fjölgaði um 12% milli ára í júlí Gistinætur á hótelum í júlí voru 254.900 samanborið við 227.500 í júlí í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 90% af heildarfjölda gistinátta í júlí en gistinóttum þeirra fjölgaði um 13% samanborið við júlí 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 8%. 5.9.2012 09:10
Vöruskiptin hagstæð um um 12,6 milljarða í ágúst Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst s.l. var útflutningur 51,6 milljarðar króna og innflutningur 39 milljarðar króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 12,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.9.2012 09:05
Ísland enn í 30. sæti hvað samkeppnishæfni varðar Ísland vermir enn 30. sætið í mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða. Þrátt fyrir að litlar breytingar eigi sér nú stað á milli ára, þá er þessi staða mikill viðsnúningur frá því sem var fyrir tveimur árum síðan þegar Ísland féll um sex sæti. 5.9.2012 08:05
Reginn kaupir fasteignir KEA hótelsins á Akureyri Fasteignafélagið Reginn hefur fest kaup á fasteignum KEA hótelsins við Hafnarstræti á Akureyri af eignarhaldsfélaginu Krypton. 5.9.2012 06:41
Töluvert dró úr gjaldeyrisveltunni í ágúst Töluvert dró úr veltunni á millibankamarkaðinum með gjaldeyri í ágúst miðað við fyrri mánuð. 5.9.2012 06:37
Engar hópuppsagnir í ágúst Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust til Vinnumálastofnunnar í ágústmánuði að því er segir á vefsíðu stofnunarinnar. 5.9.2012 06:35
Lífið er saltfiskur gildir aftur um efnahag Íslendinga Verulega ólík þróun hefur verið á verði á helstu útflutningsafurðum Íslands það sem af er ári og eru sjávarafurðir aftur komnar á toppinn hvað verðmætið varðar. 5.9.2012 06:24
Hlutur Landsbankastarfsmanna orðinn 1,5 prósent Sá hlutur í Landsbankanum sem mun fara í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi bankans var 1,5 prósent af öllu hlutafé hans um mitt þetta ár. Miðað við innra virði bankans er virði hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Virði skilyrts skuldabréfs, sem ákvarðar hversu stóran hlut starfsmennirnir munu eignast í bankanum, jókst um níu milljarða króna á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri Landsbankans sem birt var á fimmtudag. 5.9.2012 05:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur