Stórar útgerðir greiða skuldir hratt niður Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is skrifar 12. september 2012 00:01 Arðbært Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið mikill á síðustu árum. Stærstu fyrirtækin hafa nýtt sér góðærið til að greiða niður skuldir sínar við íslenska banka. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni. Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni.
Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira