Stórar útgerðir greiða skuldir hratt niður Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is skrifar 12. september 2012 00:01 Arðbært Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið mikill á síðustu árum. Stærstu fyrirtækin hafa nýtt sér góðærið til að greiða niður skuldir sínar við íslenska banka. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni. Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni.
Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira